„Sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 16:01 Alexander Isak var valinn maður leiksins í kvöld. UEFA via Getty Images/Gonzalo Arroyo Alexander Isak, framherji sænska landsliðsins, var valinn maður leiksins eftir 1-0 sigur liðsins á Slóvakíu í E-riðli Evrópumótins í dag. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport usu lofi yfir unga framherjann eftir leik. „Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
„Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00