„Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 20:30 Lovren fór oftar en einu sinni og oftar en tvisvar yfir atvikið með dómara leiksins. Pool/Getty Images/Petr Josek Tékkar fengu umdeilda vítaspyrnu í 1-1 jafntefli þeirra við Króata á Evrópumótinu í fótbolta í dag. Atvikið var tekið fyrir af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport þar sem skoðanir voru skiptar. Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Tékkar komust yfir í leiknum á 37. mínútu þegar Patrik Schick skoraði úr vítaspyrnunni umræddu. Aðdragandi hennar var sá að Schick stökk upp í skallabolta ásamt Dejan Lovren, varnarmanni Króata, þar sem olnbogi Lovrens fór í andlit Schicks, en nokkuð ljóst virtist vera að ekki væri um viljaverk af hendi þess króatíska að ræða. Carlos del Cerro Grande, spænskur dómari leiksins, var kallaður að VAR-skjánum og dæmdi víti. Schick lá blóðugur eftir og þurfti að gera að sárum hans áður en hann gat stigið á punktinn. „Fyrir utan það að afleiðingin er vítaspyrna sem þeir skora úr, þá er alveg klárt að þetta setur Króatana úr jafnvægi, og þeir fara svolítið í fórnarlambið. Í hálfleik eru þeir enn að ræða þetta við dómarann.“ segir Ólafur Kristjánsson um atvikið. „Þetta voru nokkur örnámskeið í því hvernig á að fara upp í skallabolta sem Lovren veitti dómaranum.“ segir þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson, sem bendir svo á að Patrik Schick hafi legið alblóðugur eftir og spyr þá hvort það sé ekki ákveðin vísbending að um brot hafi verið að ræða. „Þú segir þá að ef hann hefði ekki orðið blóðugur eftir sama höggið, að þá eru minni líkur á að það hefði verið dæmt víti?“ spyr Ólafur þá áður en hann bætir við: „Nú kemur þú úr annarri íþrótt, körfubolta, þar sem eru ekki líkar reglur. Hvað máttu þegar þú ferð upp í frákast, hvar má hafa hendurnar? Það er óeðlilegt að hoppa upp í skallabolta með hendur niður með síðum. Ég er enginn lögmaður Lovren í þessu, en þetta er hans upplifun, sem hann reynir að færa rök fyrir, sem er að Schick kemur aftan að honum.“ „Hvort fer höndin aftur á bak í höfuðið á Schick eða höfuðið á Schick í olnbogann á Lovren? Þetta er á grensunni og það skemmtilega við fótboltann er að við sitjum og ræðum þessa hluti og erum ekki sammála,“ segir Ólafur. Atvikið og umræðuna um það má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Víti Tékka
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira