Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. júní 2021 07:43 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn herforingjastjórninni í Mjanmar í gær. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. Þá samþykkti allsherjarþing SÞ ályktun þar sem mjanmarski herinn er fordæmdur vegna valdaránsins, þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins var bolað frá völdum í febrúar. Þá var kallað eftir því að herinn sleppti pólitískum föngum lausum, þar á meðal Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins. Þá eigi að vera bundinn endir á ofbeldi gegn friðsælum mótmælendum. Ályktunin er ekki bindandi í laganna skilningi en er talin þrunginn pólitískri merkingu. „Hættan á útbreiddu borgarastríði er raunveruleg,“ sagði Christine Schraner Burgener, sérstakur sendiherra SÞ í Mjanmar, á fundi allsherjarþingsins. „Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er. Með hverjum klukkutíma sem líður verður erfiðara að koma lýðræðinu aftur á.“ Lýðræðissinnar mótmæla herforingjastjórninni í Mjanmar í maí.EPA-EFE/STRINGER 119 ríki studdu ályktunina en Hvíta-Rússland var eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn ályktuninni. 36 önnur ríki sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Rússland og Kína, sem eru þau tvö ríki sem eiga í mestum vopnaviðskiptum við Mjanmar. Mörg þeirra ríkja sem sátu hjá sögðu málið innanríkismál Mjanmar, en önnur gagnrýndu að í ályktuninni væri hvergi minnst á blóðuga aðför hersins gegn Róhingja-múslimum fyrir fjórum árum síðan þegar tæp milljón manns þurfti að flýja landið. Kyaw Moe Tun, sendiherra Mjanmar til Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, gagnrýndi hve langan tíma það tók allsherjarþingið að samþykkja „útþynnta“ ályktunina, eins og hann kallaði hana. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Þá samþykkti allsherjarþing SÞ ályktun þar sem mjanmarski herinn er fordæmdur vegna valdaránsins, þegar lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins var bolað frá völdum í febrúar. Þá var kallað eftir því að herinn sleppti pólitískum föngum lausum, þar á meðal Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins. Þá eigi að vera bundinn endir á ofbeldi gegn friðsælum mótmælendum. Ályktunin er ekki bindandi í laganna skilningi en er talin þrunginn pólitískri merkingu. „Hættan á útbreiddu borgarastríði er raunveruleg,“ sagði Christine Schraner Burgener, sérstakur sendiherra SÞ í Mjanmar, á fundi allsherjarþingsins. „Það er nauðsynlegt að grípa til aðgerða eins fljótt og hægt er. Með hverjum klukkutíma sem líður verður erfiðara að koma lýðræðinu aftur á.“ Lýðræðissinnar mótmæla herforingjastjórninni í Mjanmar í maí.EPA-EFE/STRINGER 119 ríki studdu ályktunina en Hvíta-Rússland var eina ríkið sem greiddi atkvæði gegn ályktuninni. 36 önnur ríki sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Rússland og Kína, sem eru þau tvö ríki sem eiga í mestum vopnaviðskiptum við Mjanmar. Mörg þeirra ríkja sem sátu hjá sögðu málið innanríkismál Mjanmar, en önnur gagnrýndu að í ályktuninni væri hvergi minnst á blóðuga aðför hersins gegn Róhingja-múslimum fyrir fjórum árum síðan þegar tæp milljón manns þurfti að flýja landið. Kyaw Moe Tun, sendiherra Mjanmar til Sameinuðu þjóðanna og fulltrúi lýðræðislega kjörinnar ríkisstjórnar landsins, gagnrýndi hve langan tíma það tók allsherjarþingið að samþykkja „útþynnta“ ályktunina, eins og hann kallaði hana.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37 Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58
Saka Suu Kyi um spillingu í embætti Herforingjastjórnin í Búrma sakar Aung San Suu Kyi sem hún steypti af stóli forseta um stórfellda spillingu í embætti. Suu Kyi gæti átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hún fundin sek. 10. júní 2021 11:37
Herstjórnin sögð ætla að leysa upp stærsta flokk Mjanmar Herstjórn Mjanmar hefur skipað sérstaka nefnd til að leysa upp stjórnmálaflokk Aung San Suu Kyi, sem bar sigur úr býtum í þingkosningum í fyrra. Herstjórnin tók völd þann 1. febrúar í kjölfar kosninganna og hefur haldið því fram að umfangsmikið svindl hafi átt sér stað. Herstjórnin hefur þó ekki getað fært sönnur fyrir þeim ásökunum. 21. maí 2021 11:15