Hatar nútímafótbolta: „Vildi að VAR væri ekki til“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 20:00 Thiago segir tíunda svokölluðu vera útdauða. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool á Englandi og spænska landsliðsins, segist ekki hrifinn af nútímafótbolta. Tæknin sé skaðleg og einstaklingsgæði fái ekki lengur að njóta sín. Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Thiago var í vandræðum með að sýna sínar bestu hliðar á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool sem er nýafstaðin. Hann byrjaði á bekknum í fyrsta leik Spánar á EM gegn Svíþjóð en gæti byrjað þegar liðið mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Hann var í viðtali við breska miðilinn Guardian hvar hann deildi þessum skoðunum sínum á fótboltanum í dag. Thiago gagnrýnir hversu líkamlegur boltinn í dag er orðinn og segir aukinn hraða leiksins jaðarsetja hæfileikaríka leikmenn. Hin hefðbundna tíu sé nánast útdauð, líkt og listin sem felst í því að hlaupa með boltann og taka leikmenn á. „Ég er með 'hatur á nútíma fótbolta' viðhorf, ég er hefðbundari í skoðunum. Tían er nánast horfin. Við sjáum minni töfra og minna ímyndunarafl. Fótboltamenn gera meira en hraðar.“ „Það er engin þörf fyrir hlaup með bolta, vegna þess að þú hleypur [án hans]. Leikmenn eru þróaðri. Þú tapar þessum leikmanni sem er öðruvísi, sem 'andar',“ Hann segir þá myndbandsdómgæslu lítið hjálpa til við þetta viðhorf sitt. „Svo er það VAR. Ég hef alltaf verið gegn því og ég vildi að það væri ekki til. Það tekur kjarnan úr leiknum frá þér. Það tekur burt lævísina og uppátækin sem eru hluti af boltanum - auðvitað svo lengi sem þú meiðir engan.“ „Við gerum mistök þegar við spilum. Dómararnir munu gera það líka, þar sem þeir eru mennskir. Án bragða hefðu mörg stræstu augnablikin í sögu fótboltans aldrei orðið. Umfram allt, ef við skorum, jafnvel af miðjunni, þurfum við þó að bíða, því gæti verið snúið við.“ segir Thiago. Thiago verður í leikmannahópi Spánar sem mætir Póllandi klukkan 19:00 í kvöld. Sá leikur verður í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira