„Barnalegt og í rauninni skelfilegt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 10:31 Freyr Alexandersson segir Ungverja hafa gert sig seka um slæm mistök. Vísir/Stöð 2 Sport Ungverjaland og Frakkland gerðu 1-1 jafntefli á Evrópumótinu í fótbolta í Búdapest í gær. Eftir frábæra frammistöðu gerðu Ungverjar sig seka um ein slæm mistök sem kostuðu þá þrjú stig úr leiknum. Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Ungverjar mættu vel skipulagðir og harðduglegir til leiks gegn heimsmeisturum Frakka og gáfu vart nein færi á sér, sérstaklega í síðari hálfleik, þar sem þeir voru 1-0 yfir. „Þeir framfylgdu sínu, svo sannarlega, voru hugrakkir, sterkir, og stemningin á vellinum alveg mögnuð. Það gaf þeim mikla orku, það er kannski klisja, en það hjálpaði svo sannarlega. Leikplanið gekk fullkomnlega upp. sagði Freyr sem benti svo á það hversu skynsamir þeir ungversku voru í sínum sóknaraðgerðum, þar sem þeir skildu ávallt eftir marga leikmenn til baka til að verjast skyndisóknum Frakka.“ sagði Freyr Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport, í þættinum EM í dag, í gærkvöld. „Þeir skildu eftir átta leikmenn í svokölluðu jafnvægi, til að fá ekki á sig skyndisókn, af því að Frakkarnir eru sennilega besta skyndisóknarlið í heimi. Eini tilgangurinn 1-0 yfir er að sækja aukaspyrnu til þess að vinna inn tíma, og mögulega sækja annað mark.“ bætti hann við. Þarf ekki meira en ein mistök gegn Frökkum Þannig var upplegg Ungverja raunar allan leikinn. Að einu atviki undanskildu, þar sem þeir fengu aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu um miðjan síðari hálfleik. Þar urðu þeim á mistök. „Átta leikmenn [fóru fram], sem þýðir að það eru bara tveir til baka. Þar erum við með þessa tvo, á móti tveimur [sóknarmönnum Frakka]. Miðað við hvað þeir lögðu mikla áherslu á að hafa jafnvægi og fá ekki skyndisókn á sig bara augnablikinu á undan, þá er þetta barnalegt og í rauninni skelfilegt. Því að niðurstaðan úr þessu er skyndisókn hjá Frökkum þar sem þú ert að fara fá á þig Kylian Mbappé, fljótasta knattspyrnumann í heimi,“ sagði Freyr. Það var ekki að spyrja að niðurstöðunni þar sem skyndisókn Frakka lauk með marki Antoine Griezmann sem tryggði heimsmeisturunum með því eitt stig úr leiknum. Yfirferð Freys Alexanderssonar á atvikinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Freyr fer yfir mark Frakka EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti