Lárus hrósar Styrmi og „litáíska ljúfmenninu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 11:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, stýrði sínum mönnum til annars sigursins í röð á Keflavík. Liðið leiðir 2-0 í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Stöð 2 Sport Lárus Jónsson var í settinu í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld eftir 88-83 sigur liðs hans Þórs Þorlákshafnar á Keflavík. Þór leiðir einvígið nú 2-0. „Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Góður varnarleikur í fyrsta, öðrum og fjórða leikhluta, það var eiginlega bara lykillinn. Sóknarleikurinn okkar var góður í fyrri hálfleik en varnarleikurinn í þremur leikhlutunum var góður,“ sagði Lárus helstu ástæðurnar fyrir sigri Þórs í gærkvöld. Það komu þó kaflar þar sem Þórsarar lentu í vandræðum en um það segir Lárus: „Þetta var dálítill æðibunugangur hjá okkur. Callum [Lawson] kom til mín í hálfleik og sagði 'þú ert að reyna of marga hluti'. Þetta var svona, Larry var heitur og við vorum opnir, við gátum fengið opnanir á póstinum, svo bara allt í einu var allt opið og þá reyndum við að gera 3-4 hluti í sömu sókninni.“ „Mér fannst Keflavík sterkari en við í þriðja leikhluta en við héldum okkur inni með góðum skotum. Þannig að við náðum að búa til smá buffer með góðum skotum. En auðvitað hafði ég áhyggjur, þeir eru með frábært lið. Ég hafði mestar áhyggjur af því hvað þeir komust auðveldlega á hringinn,“ segir Lárus. „Litáíska ljúfmennið“ veit hvað til þarf Adomas Drungilas átti góðan leik fyrir Þór þar sem hann skoraði 29 stig, mest allra á vellinum. Lárus hrósaði honum eftir leik. „Litáíska ljúfmennið,“ kallaði Lárus hann í settinu í gær. „Ég held hann viti bara hvað svona leikur þýðir, að hafa náð 1-0 gegn Keflavík á útivelli, að glopra því ekki niður á heimavelli. Hann hefur verið meistari og bikarmeistari í Austurríki og hefur spilað svona leiki. Þannig að ég held að hann hafi komið einbeittur að klára þennan leik.“ sagði Lárus um Drungilas. 19 ára strákur rífst við Milka Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson átti einnig góðan leik. Hann skoraði meðal annars 14 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar, auk þessa að skila góðri varnarframmistöðu. „Hann er að sýna bara hvað hann er fjölhæfur. Hann gefur liðinu fráköst, hann rífst við Milka, og góða vörn.“ segir Lárus um Styrmi sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson tók undir. „Það sem ég er svo ánægður með, við höfum hrósað honum fyrir hugarfarið hans í vetur, þó hann sé svona ljúfur drengur, að þá er samt töggur í honum. Eins og þarna, hann horfir á Milka, hann horfði upp í stúkuna í Keflavík. Hann lætur ekki valta yfir sig,“ sagði Kjartan og beindi orðum sínum til sérfræðingins Teits Örlygssonar. „Nei, og þessi tilþrif þarna, þetta er svona á góðri íslensku 'next-level shit', eins og við segjum,“ sagði Teitur Örlygsson. Viðtalið við Lárus frá því í gærkvöld má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: Lalli Jóns eftir leik Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira