Ljóst hverjir mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 12:31 Undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni kláruðust á Þorláksvelli í hádeginu og ljóst hverjir mætast í úrslitum í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum. Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum.
Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira