Breytingar á skimunum muni hafa jákvæð áhrif á ferðavilja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 18:51 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Ferðamálastjóri segir ákvörðun um að hætta að skima bólusetta á landamærunum vafalaust eiga eftir að auka ferðavilja erlendra ferðamanna til landsins. Hvers kyns takmarkanir hafi óhjákvæmilega áhrif. „Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.” Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
„Það mun vafalaust auka ferðavilja fólks. Við vitum það að allar svona takmarkanir og hindranir hafa áhrif. Við sjáum það í Evrópu að Evrópubúar eru tregir til ferðalaga út af fjölbreyttum reglum og oft á tíðum óskýrum þannig að allt sem að allar takmarkanir eru klárlega til þess að auka ferðavilja,” segir Skarphèðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Íslensk erfðagreining kallaði eftir því í gær að ákvörðun stjórnvalda um að hætta að skima bólusetta ferðamenn á landamærunum yrði frestað og vísaði til mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Skarphéðinn segir Ferðamálastofu ekki taka afstöðu með eða á móti skimunum, en að óhjákvæmilega muni það hafa áhrif á ferðalög fólks til landsins ef skimunum allra verður framhaldið. „Ef reglurnar verða þannig áfram að bólusettir verði skimaðir og ef gera má ráð fyrir að það verði fallið frá skimunum í öðrum löndum, þá mun það áhrif á vilja ferðamanna frá öðrum löndum að koma hingað til lands, það er engin spurning.” Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagðist í fréttum Stöðvar 2 merkja að fáir ferðamenn væru að koma til landsins, miðað við þær skimanir sem gerðar séu daglega, þrátt fyrir spár um annað. „Við skimum alla sem koma. En fjöldi ferðamanna sem er að koma virðist vera töluvert minni en búist var við sem bendir til þess að menn séu tregir til þess að ferðast enn þá, sem er ósköp eðlilegt og ekki erfitt að skilja það, en einhverra hluta vegna þá held ég að ferðaþjónustan sé ekki komin í þann gang sem menn reiknuðu með fyrir svona mánuði síðan,” segir Kári. Skarphéðinn vill hins vegar meina að vel gangi í ferðaþjónustunni, í ljósi aðstæðna, þessa dagana. „Það sem af er sumri hefur verið fín umferð miðað við það sem við gerðum ráð fyrir, og fyrri hluti júní mánaðar er sterkari en gert var ráð fyrir. Það var svo sem ekki mikið að gera í maí, rétt ríflega 10 þúsund ferðamenn, en júní er talsvert mikið betri og þetta er að aukst,” segir Skarphéðinn. „Það sem skiptir mestu máli er hvenær Evrópa opnast almennilega. Ef það gerist í júlí þá má gera ráð fyrir að ágúst verði góður. Íslendingar eru líka greinilega á faraldsfæti og það munar sannarlega mikð um það og það má búast við að þetta verði alveg þokkalegt sumar.”
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira