Arnar um áhugann á Brynjari: Verður að koma í ljós Árni Gísli Magnússon skrifar 20. júní 2021 19:19 Arnar Grétarsson var svekktur. vísir/hulda margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið. Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var að vonum svekktur eftir að lið hans tapaði 0-1 fyrir Val í dag. KA liðið brenndi af tveimur vítaspyrnum og fóru illa með nokkur góð færi sem á endanun kostaði þá verulega. Patrick Pedersen skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu þegar hann kláraði færi sitt vel í teignum eftir að Haukur Páll hafði flikkað boltanum til hans eftir innkast við vítateig heimamanna. „Þeir skoruðu þetta mark og við skoruðum ekki. Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og sköpum okkur einhver færi, þetta var náttúrulega tiltölulega lokaður leikur, ég held að Valur hafi fengið tvö skallafæri eftr föst leikatriði, þeir eru sterkir í því. Svo eitt skipti þar sem við erum að gefa þeim besta færið hjá þeim í fyrri hálfleik. Við fáum tvö víti og komumst einn á móti markmanni, fáum skalla í kjörstöðu. Þetta er bara svekkjandi og það er bara það sem skilur á milli í þessu, að setja boltann yfir línuna. En ég er mjög ánægður með heildarbraginn á liðinu en hrikalega svekktur með úrslitin.” KA hefur núna klúðrað fjórum vítum í röð eftir að tvö víti þeirra fóru forgörðum í dag. Arnar var spurður hvort þetta sé ekki eitthvað sem þurfi að fara vel yfir. „Það er alveg klárt, við erum búnir að klúðra fjórum vítum og það er búið að kosta okkur. Í tvö skiptin allavega erum við að tapa leikjum þegar við klúðrum vítum. Það er bara dýrt, missa Val núna í 7 stig. Við eigum tvo leiki inni og það er stórmunur á jafntefli eða tapi, þetta eru þessir litlu hlutir sem skilja á milli. Þetta er líka svekkjandi því við erum búnir að tala um það fyrir leik að Patrick (Pedersen) er mjög klókur í föstum leikatriðum að droppa niður á fjærsvæðið og það er svo svekkjandi að þú sérð hann skora mark þar sem hann lúrir, byrjar og droppar og við sogumst að boltanum, það er mjög svekkjandi líka af því við erum búnir að tala um þetta fyrir að þetta er það sem hann gerir og hann er þeirra aðalmarkaskorari. En við þurfum bara að halda áfram, það er ekkert annað í stöðunni.” Arnar var ósáttur með færanýtingu sinna manna og að Patrick Pedersen hafi fengið að skora þetta mark á fjærstönginni eftir fast leikatriði. „Það gefur augaleið að þegar tvö góð lið eru spila að þú ert ekki með boltann allan tímann í leiknum en ég held samt að við höfum verið með boltann töluvert meira en þeir heilt yfir en það telur bara ekkert, það skiptir ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að skora mörk og búa til færi. Við gerum alveg nóg af því, við fáum tvær vítaspyrnur og einhver tvö eða þrjú önnur fín færi en við þurfum að nýta þau og það er náttúrulega svekkjandi. Við fáum náttúrulega víti á topptíma, á 43. mínútu að mig minnir í stöðunni 0-0. Það er svolítið önnur staða en fara inn í hálfleik með 1-0 eða 0-0. Engu að síður höfum við ekki verið að fá mikið af mörkum á okkur og ekki heldur færum. Valur skapaði sér mjög lítið, bara föst leikatriði og markið kemur úr föstu leikatriði, þeir eiga tvo skalla eftir föst leikatriði. Maður er svolítið svekktur með niðurstöðuna en við breytum henni ekki því miður.” „Ekki svo ég vissi, það hefur kannski eitthvað komið fyrir í leiknum, en hann var ekki tæpur fyrir leik og var ekki að kvarta í hálfleik. Þannig það er bara vonandi að hann sé í lagi”, sagði Arnar aðspurður hvort Brynjar Ingi hafi verið eitthvað tæpur fyrir leikinn þar sem hann virtist vera mikið að halda utan um nárann á sér á tímabili í fyrri hálfleik. Brynjar Ingi hefur mikið verið orðaður við önnur félög að undanförnu en Arnar segir að ekkert sé fast í hendi enn sem komið er. „Það verður bara að koma í ljós. Það er búinn að vera gríðarlegur áhugi á honum og eitthvað búið að vera tala við KA. Á meðan hann er samningsbundinn og ekki búinn að skrifa undir eitt né neitt þá náttúrulega gerum við bara ráð fyrir honum. Maður óskar honum alls hins besta ef að verður en á meðan það er ekki búið að klára neitt er hann bara leikmaður KA og hann einbeitir sér að því þangað til annað kemur upp á bátinn.” „Já ég tel að það sé mjög líklegt ef hann yfirgefur okkur að við myndun reyna að bæta við einum leikmanni”, sagði Arnar þegar hann var spurður hvort nýr hafsent yrði fenginn til liðsins ef svo færi að Brynjar Ingi myndi yfirgefa félagið.
Pepsi Max-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum Það var vítaspyrnuveisla er Valur vann 1-0 sigur á KA er liðin mættust í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í dag. 20. júní 2021 17:53