Hazard: Ég verð aldrei sami leikmaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 10:00 Eden Hazard mun leiða belgíska landsliðið út á völlinn í lokaleik riðilsins í dag. AP/Martin Meissner Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard var spurður út í meiðslahrjáð tímabil sín með Real Madrid en kappinn er nú staddur með belgíska landsliðinu á EM. Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Real Madrid keypti Harzard af Chelsea fyrir hundrað milljónir evra en hann hefur ekki staðið undir þeim verðmiða og er bara með 5 mörk og 8 stoðsendingar í 43 leikjum með Real. Eden Hazard fór ekkert í felur með það að þessi ítrekuðu ökklameiðsli hafi haft sín áhrif en um leið er hann staðráðinn að láta til sín taka á stóra sviðinu. Eden Hazard has had a tough time with injuries the past few seasons Will we ever see the old Hazard again? pic.twitter.com/VsT6xg4x8Z— ESPN FC (@ESPNFC) June 20, 2021 Roberto Martinez, þjálfari Belga, staðfesti á blaðamannafundi fyrir lokaleik riðilsins á móti Finnum í dag að Eden Hazard verði í byrjunarliðinu. Belgar eru komnir áfram í sextán liða úrslitin. „Ég hef aldrei efast um mína hæfileika en stóra spurningin var hvort ég yrði hundrað prósent klár fyrir Evrópumeistaramótið. Ég er búinn að brjóta þrisvar sinnum á mér ökklann. Ég verð aldrei sami leikmaður og ég var fyrir tíu árum,“ sagði Eden Hazard. „Ég veit samt að þegar ég er í formi þá get ég sannað mig inn á vellinum og ég er að vinna að því núna,“ sagði Hazard sem er orðinn þekktur fyrir það að mæta í yfirþyngd úr flestum fríum sínum. Players should train the way you play, you ve got to perform at your peak! I know players like Dele Alli don t. Maybe it s starting to catch up on Hazard! @MrJamieOHara1 believes that Eden Hazard s awful training at #CFC is catching up with him at #RealMadrid. pic.twitter.com/yorOAlLdcm— talkSPORT (@talkSPORT) June 21, 2021 „Ég er ekki hundrað prósent ennþá en ég klár í að byrja. Það var planið að koma rólega með mig inn. Það er sérstaklega mikilvægt að vera í sínu besta formi í útsláttarkeppninni. Þá þarf ég að vera í toppformi,“ sagði Hazard. Hazard hefur komið inn á sem varamaður í tveimur fyrstu leikjum Belga sem unnu þar 3-0 sigur á Rússum og 2-1 sigur á Dönum. Eden lagði upp sigurmark Kevin De Bruyne í leiknum á móti Dönum. „Við þurfum áfram að vinna að því að verða betri. Við erum að gera okkar besta til þess og byrjum á morgun. Þetta er langt mót og við ætlum að komast eins langt og mögulegt er. Það eru hlutir sem við getum bætt okkur í,“ sagði Hazard. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti