Leikmaður Skota hrósaði Grealish fyrir að vera myndarlegur og sagðist elska kálfana hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2021 12:00 Jack Grealish og Stephen O'Donnell í baráttunni í leik Englendinga og Skota á föstudaginn. O'Donnell var duglegur að hrósa útliti Grealishs eftir að hann kom inn á. getty/Craig Williamson Stephen O'Donnell, leikmaður skoska landsliðsins, beitti sérstakri aðferð til að verjast Jack Grealish í leiknum gegn Englandi á EM á föstudaginn. O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
O'Donnell fór nefnilega að ráðum Johns McGinn, samherja Grealish hjá Aston Villa, og hrósaði honum, meðal annars fyrir fallega kálfa. Hinn 29 ára O'Donnell fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína gegn Englandi. Fyrst þurfti hann að glíma við Raheem Sterling á vinstri kantinum en á 63. mínútu kom Grealish inn á. O'Donnell tókst einnig að halda honum niðri. „Á þessum tíma var ég orðinn frekar pirraður. Hann var kominn inn á, byrjaður að láta til sín taka og var ferskur,“ sagði O'Donnell sem fékk gult spjald fyrir brot á Grealish. Hann greip einnig til þeirra ráða sem McGinn hafði gefið honum til að eiga við Grealish. „Hann sagði mér að ef Grealish kæmi inn á ætti ég að nuddast í honum en ekki vera gagnrýninn heldur hrósa honum,“ sagði O'Donnell. „Um leið og hann kom inn á sagði ég honum hversu myndarlegur hann væri, að ég elskaði kálfana hans og spurði hann hvernig greiddi sér til að láta hárið á sér líta svona út. Mér var sagt að ef ég sparkaði í hann myndi hann bara standa upp og ráðast aftur á mig. Kannski var þetta besta leiðin til að eiga við Grealish.“ Leikur Englands og Skotlands endaði með markalausu jafntefli. Skotar fengu þar með sitt fyrsta stig á EM og þeir eiga enn möguleika á að komast í sextán liða úrslit. Skotland mætir Króatíu á heimavelli í lokaumferð riðlakeppninnar á morgun. Króatar eru með eitt stig líkt og Skotar en Englendingar og Tékkar eru með fjögur stig. O'Donnell, sem leikur með Motherwell í heimalandinu, hefur spilað 21 leik fyrir skoska landsliðið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Áfall fyrir Skota: Maður leiksins gegn Englendingum með veiruna Billy Gilmour, sem var valinn maður leiksins þegar Skotland gerði markalaust jafntefli gegn Englandi á EM á föstudaginn, hefur greinst með kórónuveiruna. 21. júní 2021 09:34