Hagstofan og „einstæðir foreldrar“ Lúðvík Júlíusson skrifar 21. júní 2021 13:01 Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun