Fjölskyldum íslenskra dómara verið hótað Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 15:56 Íslenskir dómarar hafa orðið fyrir áreiti og ógnandi tilburðum í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér ákall um bætta framkomu í garð dómara á knattspyrnuvöllum landsins. Ákallið er tilkomið vegna frétta og frásagna af framkomu fólks í garð dómara undanfarnar vikur. Í ákallinu segir að dómurum hafi verið hótað vegna ákvarðana í leikjum, og að hótanir hafi jafnvel borist fjölskyldu dómara eftir leik. Nú sé mál að linni. Stjórn KSÍ bendir fulltrúum aðildarfélaga sinna á að starfsaðstaða fyrir dómara sé víða óboðleg og að gæslumenn, sem eru sjálfboðaliðar félaganna, misnoti aðstöðu sína til að hreyta ónotum í dómara. Það sama eigi við um fleiri starfsmenn félaganna. Ákallið frá stjórn KSÍ má lesa hér að neðan: Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Kæru fulltrúar aðildarfélaga KSÍ. Undanfarnar vikur hafa borist of margar fréttir og frásagnir af miður fallegri framkomu í garð knattspyrnudómara. Áreiti og ógnandi tilburðir hafa sést í leikjum og eftir leiki. Dómurum hefur verið hótað vegna ákvarðana þeirra, og það hefur jafnvel gerst að hótanir berist fjölskyldu dómara eftir leik! Nú er mál að linni. Þetta verðum við að stöðva og við þurfum að gera það í sameiningu. Víða er það þannig að starfsaðstaða dómara, búningsklefar og önnur aðstaða, er ekki boðleg . Því miður gerist það að gæslumenn, sem eiga að gæta öryggis dómara í leikjum, misnoti aðstöðu sína og nálægð við dómarana og hreyti ónotum í þá, vegna ákvörðunar í leiknum sem viðkomandi mislíkaði. Það sama á við um marga aðra starfsmenn félaga og leikja. Þetta er ekki í lagi hjá okkur. Við erum öll að reyna að byggja upp knattspyrnuna í landinu. Stöðug neikvæðni og niðurrif í garð dómara, svo ekki sé minnst á ógnandi hegðun, hjálpar okkur ekki á þeirri vegferð. Dómarar eru ómissandi hluti af leiknum og við einfaldlega verðum að fara að sýna þeirra störfum meiri virðingu, tillitssemi og ekki síst þakklæti. Dómurum verða á mistök eins og leikmönnum en þeir hafa ástríðu fyrir fótboltanum eins og við öll og eiga betra skilið. Dómararnir koma úr félögunum alveg eins og leikmennirnir. Það geta engin aðildarfélög látið eins og dómgæsla komi þeim ekki við, eins og það sé bara mál KSÍ að búa til og skaffa dómara á leiki. Hér verða félögin mörg hver að gera mun betur, koma upp hópi dómara, búa þeim umgjörð sem sómi er að og gera það eftirsóknarvert að koma og starfa við dómgæslu fyrir félögin, sem sum hver standa sig virkilega vel í þessu, en þau eru of fá. Hér verða forráðamenn margra félaga að gera betur og byggja dómgæsluna okkar upp. Orð og gjörðir leikmanna, þjálfara og annarra fulltrúa félaganna hafa áhrif á aðra. Þetta einfaldlega verður að breytast og við í sameiningu verðum að skapa jákvæðara umhverfi fyrir dómgæslu og fótboltann í landinu. Stjórn KSÍ KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Ákallið er tilkomið vegna frétta og frásagna af framkomu fólks í garð dómara undanfarnar vikur. Í ákallinu segir að dómurum hafi verið hótað vegna ákvarðana í leikjum, og að hótanir hafi jafnvel borist fjölskyldu dómara eftir leik. Nú sé mál að linni. Stjórn KSÍ bendir fulltrúum aðildarfélaga sinna á að starfsaðstaða fyrir dómara sé víða óboðleg og að gæslumenn, sem eru sjálfboðaliðar félaganna, misnoti aðstöðu sína til að hreyta ónotum í dómara. Það sama eigi við um fleiri starfsmenn félaganna. Ákallið frá stjórn KSÍ má lesa hér að neðan: Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Kæru fulltrúar aðildarfélaga KSÍ. Undanfarnar vikur hafa borist of margar fréttir og frásagnir af miður fallegri framkomu í garð knattspyrnudómara. Áreiti og ógnandi tilburðir hafa sést í leikjum og eftir leiki. Dómurum hefur verið hótað vegna ákvarðana þeirra, og það hefur jafnvel gerst að hótanir berist fjölskyldu dómara eftir leik! Nú er mál að linni. Þetta verðum við að stöðva og við þurfum að gera það í sameiningu. Víða er það þannig að starfsaðstaða dómara, búningsklefar og önnur aðstaða, er ekki boðleg . Því miður gerist það að gæslumenn, sem eiga að gæta öryggis dómara í leikjum, misnoti aðstöðu sína og nálægð við dómarana og hreyti ónotum í þá, vegna ákvörðunar í leiknum sem viðkomandi mislíkaði. Það sama á við um marga aðra starfsmenn félaga og leikja. Þetta er ekki í lagi hjá okkur. Við erum öll að reyna að byggja upp knattspyrnuna í landinu. Stöðug neikvæðni og niðurrif í garð dómara, svo ekki sé minnst á ógnandi hegðun, hjálpar okkur ekki á þeirri vegferð. Dómarar eru ómissandi hluti af leiknum og við einfaldlega verðum að fara að sýna þeirra störfum meiri virðingu, tillitssemi og ekki síst þakklæti. Dómurum verða á mistök eins og leikmönnum en þeir hafa ástríðu fyrir fótboltanum eins og við öll og eiga betra skilið. Dómararnir koma úr félögunum alveg eins og leikmennirnir. Það geta engin aðildarfélög látið eins og dómgæsla komi þeim ekki við, eins og það sé bara mál KSÍ að búa til og skaffa dómara á leiki. Hér verða félögin mörg hver að gera mun betur, koma upp hópi dómara, búa þeim umgjörð sem sómi er að og gera það eftirsóknarvert að koma og starfa við dómgæslu fyrir félögin, sem sum hver standa sig virkilega vel í þessu, en þau eru of fá. Hér verða forráðamenn margra félaga að gera betur og byggja dómgæsluna okkar upp. Orð og gjörðir leikmanna, þjálfara og annarra fulltrúa félaganna hafa áhrif á aðra. Þetta einfaldlega verður að breytast og við í sameiningu verðum að skapa jákvæðara umhverfi fyrir dómgæslu og fótboltann í landinu. Stjórn KSÍ
Ákall frá stjórn KSÍ vegna framkomu í garð dómara Kæru fulltrúar aðildarfélaga KSÍ. Undanfarnar vikur hafa borist of margar fréttir og frásagnir af miður fallegri framkomu í garð knattspyrnudómara. Áreiti og ógnandi tilburðir hafa sést í leikjum og eftir leiki. Dómurum hefur verið hótað vegna ákvarðana þeirra, og það hefur jafnvel gerst að hótanir berist fjölskyldu dómara eftir leik! Nú er mál að linni. Þetta verðum við að stöðva og við þurfum að gera það í sameiningu. Víða er það þannig að starfsaðstaða dómara, búningsklefar og önnur aðstaða, er ekki boðleg . Því miður gerist það að gæslumenn, sem eiga að gæta öryggis dómara í leikjum, misnoti aðstöðu sína og nálægð við dómarana og hreyti ónotum í þá, vegna ákvörðunar í leiknum sem viðkomandi mislíkaði. Það sama á við um marga aðra starfsmenn félaga og leikja. Þetta er ekki í lagi hjá okkur. Við erum öll að reyna að byggja upp knattspyrnuna í landinu. Stöðug neikvæðni og niðurrif í garð dómara, svo ekki sé minnst á ógnandi hegðun, hjálpar okkur ekki á þeirri vegferð. Dómarar eru ómissandi hluti af leiknum og við einfaldlega verðum að fara að sýna þeirra störfum meiri virðingu, tillitssemi og ekki síst þakklæti. Dómurum verða á mistök eins og leikmönnum en þeir hafa ástríðu fyrir fótboltanum eins og við öll og eiga betra skilið. Dómararnir koma úr félögunum alveg eins og leikmennirnir. Það geta engin aðildarfélög látið eins og dómgæsla komi þeim ekki við, eins og það sé bara mál KSÍ að búa til og skaffa dómara á leiki. Hér verða félögin mörg hver að gera mun betur, koma upp hópi dómara, búa þeim umgjörð sem sómi er að og gera það eftirsóknarvert að koma og starfa við dómgæslu fyrir félögin, sem sum hver standa sig virkilega vel í þessu, en þau eru of fá. Hér verða forráðamenn margra félaga að gera betur og byggja dómgæsluna okkar upp. Orð og gjörðir leikmanna, þjálfara og annarra fulltrúa félaganna hafa áhrif á aðra. Þetta einfaldlega verður að breytast og við í sameiningu verðum að skapa jákvæðara umhverfi fyrir dómgæslu og fótboltann í landinu. Stjórn KSÍ
KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti