Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2021 08:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir barðist við tárin þegar hún útskýrði stöðuna á sér og framhaldið auk þess að þakka þeim sem hafa stutt við bakið á henni. Instagram/@eddahannesd Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttur þarf hjálp til að halda Ólympíudraumi sínum á lífi en hún hefur þurft að pína sig í gegnum erfið og sársaukafull meiðsli síðustu misseri. Nú sér hún möguleika á að fara í aðgerð til að bjarga ferlinum. Guðlaug Edda hefur hafið söfnun fyrir aðgerð til að bjarga ferli sínum eins og við fjölluðum um á Vísi í gær. „Takk allir fyrir ótrúlega góðar viðtökur á fjáröfluninni minni fyrir mjaðmaaðgerðina sem ég þarf að fara í. Hérna kemur persónulegt update, útskýring á meiðslum,“ skrifaði Guðlaug Edda við myndband sitt. Það tók langan tíma að finna út hvað var að angra hana en nú á hún möguleika á að fara í aðgerð hjá lækni sem sérhæfir sig í erfiðum mjaðmameiðslum. Guðlaug Edda þakkaði fyrir sig í gær en þar fer hún yfir meiðslin og hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að halda draumnum sínum gangandi á sama tíma og hún var að drepast í mjöðminni. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Þetta er búið að vera rosalega erfiður tími fyrir mig og rosalega svekkjandi fyrir mig að missa af keppnum og Ólympíuleikum. Síðustu vikur hafa verið rosalega erfiðar og á tímabili hélt ég að ég væri algjörlega að missa ferilinn ef að það væri ekki hægt að gera neitt til að laga þetta,“ sagði Guðlaug Edda og hélt áfram: „Ég er rosalega heppin að hafa komist í samband við rosalegan hæfan lækni sem glímir við afreksíþróttafólk á hverju einasta degi. Hann telur alveg hundrað prósent að ég geti komið til baka og örugglega mun sterkari,“ sagði Guðlaug Edda. „Hann telur að með þessi vandamál sé ég að missa um fimmtán prósent af mögulegri frammistöðu sem væri þá hægt að laga með þessari aðgerð. Þetta hefur verið svekkjandi og auðvitað mikið áfall líka hvað varðar verðið á þessari aðgerð,“ sagði Guðlaug Edda. „Að vita að það sé möguleiki að laga mig er ótrúlega góð tilfinning. Það er ekkert sem mig langar meira en að koma til baka sterkari en ég get ekki gert þetta ein. Þess vegna þarf ég að biðja um hjálp frá ykkur öllum og þeim sem sjá sér fært að hjálpa mér,“ sagði Guðlaug Edda. „Ég lofa því á eftir aðgerðina þá mun ég gera allt sem ég get til að koma miklu sterkari til baka. Ég verð ekki lengur bara að keppa fyrir sjálfan mig heldur fyrir allt það fólk sem hefur staðið við bakið á mér,“ sagði Guðlaug Edda í kveðju sinni þar sem hún er nokkrum sinnum við það að brotna niður og tárin runnu hjá henni og líklega þeim sem hlusta enda skilur hún engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni. Það má sjá alla kveðju hana hér fyrir ofan. Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttur þarf hjálp til að halda Ólympíudraumi sínum á lífi en hún hefur þurft að pína sig í gegnum erfið og sársaukafull meiðsli síðustu misseri. Nú sér hún möguleika á að fara í aðgerð til að bjarga ferlinum. Guðlaug Edda hefur hafið söfnun fyrir aðgerð til að bjarga ferli sínum eins og við fjölluðum um á Vísi í gær. „Takk allir fyrir ótrúlega góðar viðtökur á fjáröfluninni minni fyrir mjaðmaaðgerðina sem ég þarf að fara í. Hérna kemur persónulegt update, útskýring á meiðslum,“ skrifaði Guðlaug Edda við myndband sitt. Það tók langan tíma að finna út hvað var að angra hana en nú á hún möguleika á að fara í aðgerð hjá lækni sem sérhæfir sig í erfiðum mjaðmameiðslum. Guðlaug Edda þakkaði fyrir sig í gær en þar fer hún yfir meiðslin og hversu erfitt það hefur verið fyrir hana að halda draumnum sínum gangandi á sama tíma og hún var að drepast í mjöðminni. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Þetta er búið að vera rosalega erfiður tími fyrir mig og rosalega svekkjandi fyrir mig að missa af keppnum og Ólympíuleikum. Síðustu vikur hafa verið rosalega erfiðar og á tímabili hélt ég að ég væri algjörlega að missa ferilinn ef að það væri ekki hægt að gera neitt til að laga þetta,“ sagði Guðlaug Edda og hélt áfram: „Ég er rosalega heppin að hafa komist í samband við rosalegan hæfan lækni sem glímir við afreksíþróttafólk á hverju einasta degi. Hann telur alveg hundrað prósent að ég geti komið til baka og örugglega mun sterkari,“ sagði Guðlaug Edda. „Hann telur að með þessi vandamál sé ég að missa um fimmtán prósent af mögulegri frammistöðu sem væri þá hægt að laga með þessari aðgerð. Þetta hefur verið svekkjandi og auðvitað mikið áfall líka hvað varðar verðið á þessari aðgerð,“ sagði Guðlaug Edda. „Að vita að það sé möguleiki að laga mig er ótrúlega góð tilfinning. Það er ekkert sem mig langar meira en að koma til baka sterkari en ég get ekki gert þetta ein. Þess vegna þarf ég að biðja um hjálp frá ykkur öllum og þeim sem sjá sér fært að hjálpa mér,“ sagði Guðlaug Edda. „Ég lofa því á eftir aðgerðina þá mun ég gera allt sem ég get til að koma miklu sterkari til baka. Ég verð ekki lengur bara að keppa fyrir sjálfan mig heldur fyrir allt það fólk sem hefur staðið við bakið á mér,“ sagði Guðlaug Edda í kveðju sinni þar sem hún er nokkrum sinnum við það að brotna niður og tárin runnu hjá henni og líklega þeim sem hlusta enda skilur hún engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni. Það má sjá alla kveðju hana hér fyrir ofan.
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30
ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01
Guðlaug Edda stóð í þeim bestu þangað til keðjan á hjólinu bilaði Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í gær á heimsbikarmóti í þríþraut í bænum Arzachena á Ítalíu. Stóð í hún í þeim bestu framan af keppni. 11. október 2020 13:26
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð