Ábending um hryðjuverkaógn vakti sérstakan ótta lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2021 19:00 Runólfur Þórhallsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. VÍSIR/EGILL Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta en reyndist svo tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi. Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur. Lögreglumál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Hjá ríkislögreglustjóra er starfrækt sérstök greiningadeild sem rannsakar meðal annars hættu á hryðjuverkum. Talsvert berst af ábendingum sem gætu tengst hugsanlegri hryðjuverkaógn að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. „Við fáum nokkrar í viku. Þar sem við fáum ábendingar um eitthvað óeðlilegt eða eitthvað sem einhverjum finnst óeðlilegt. Það getur verið almenningur eða hver sem er sem sendir okkur ábendingarnar,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Allar ábendingar séu skoðaðar vel og vandlega. Um fimm marktækar ábendingar á ári „Þau mál sem fara lengra í skoðun og þar sem við öflum frekari gagna frá innlendum og erlendum stofnunum eru svona þrjú, fjögur og fimm mál ári“, segir Runólfur. Árlega gerir greiningadeildin hættumat vegna hryðjuverkaógnar, nú síðast í janúar. Runólfur segir að almennt séu taldar litlar líkur á að hryðjuverk verði framið á Íslandi. „Við erum friðsamasta land í heimi og höfum verið mjög lengi. Í þessu felast náttúrulega talsverð verðmæti og lífsgæði,“ segir Runólfur. Staðan sé öllu verri á Norðurlöndunum. Þaðan hafi fólk farið til átakasvæða í miðausturlöndunum og jafnvel gengið til liðs við hryðjuverkasamtök og sé svo komið til baka aftur. Ein ábending vakti sérstakan ótta Á þessu ári hefur ein ábending vakið upp sérstakan ótta meðal deildarinnar og var málið tekið til ítarlegrar skoðunar. „Við fengum ábendingu frá Evrópu snemma árs sem við skoðuðum og töldum ástæðu til að deila með lögregluliðunum hér. Það var ekki ástæða til að gera neitt frekar í því, þetta voru frekar óljósar upplýsingar sem reyndust síðan vera tilhæfulausar,“ segir Runólfur en eftir ítarlega rannsókn á málinu kom í ljós að ekkert væri til í ábendingunni. Mál sem þessi sýni mikilvægi sérstakrar greiningadeildar sem fylgist vel með. Flestar ábendingar snúi að ferðamönnum Runólfur segir að flestar ábendingarnar snúi að ferðamönnum. „Og svo fólk sem hefur komið til landsins í öðrum erindagjörðum og stoppað jafnvel stutt og þá hefur málinu lokið þar með og svo aðrir sem hafa dvalið lengur og þá höfum við aflað frekari gagna og metið málið, en ekkert sem hefur leitt okkur út í einhverjar alvöru aðgerðir,“ segir Runólfur. Hann segir stöðu Íslands, sem eyju í atlantshafinu, vera góða í þessu samhengi enda aðkomuleiðir fáar. Það sé þó ekki hægt að útiloka að hryðjuverk eigi sér stað. „En eins og staðan er núna þá eru engar fyrirliggjandi upplýsingar um það og við teljum það ekkert sérstaklega líklegt að það muni gerast í náinni framtíð,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira