Hörður Axel ræddi atvikið þegar hann skemmdi tölvuna hans Rikka G Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 11:32 Hörður Axel Vilhjálmsson sést hér ræða málin í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Skjámynd/S2 Sport Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, mætti ekkert syngjandi glaður á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir sigur Keflvíkinga í gær. Góður sigur en Keflavík en ennþá undir í einvíginu. Hörður Axel og félagar urðu að vinna þriðja leikinn í gær því annars væri tímabilið búið. Þeir svöruðu þeirri pressu með fjórtán stiga sigri þar sem Hörður var með 11 stig og 9 stoðsendingar. Benedikt Guðmundsson skaut aðeins á Hörð Axel þegar var mjög rólegur og yfirvegaður eftir fyrstu spurningu Kjartans Atla. „Ekki alveg missa þig í gleðinni,“ sagði Benedikt léttur og fékk að launum fyrsta brostið frá Herði. „Við erum ennþá 2-1 undir og það er ekkert til að vera hoppandi kátur yfir eins og er. Við keyptum okkur líflínu í dag að fá að spila á föstudaginn líka. Það er léttir,“ sagði Hörður Axel. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hörður Axel ræðir leik þrjú Keflavík vann átján leiki í röð og fyrstu sex leikina í úrslitakeppninni en var síðan allt í einu komið 2-0 undir í úrslitareinvíginu. „Það hlýtur að vera pínu áskorun, hafandi spilað jafnvel og þið gerðuð og verið jafn smurð sóknar- og varnarvél eins og þið hafið verið, að fá þetta högg að tapa tveimur leikjum í röð. Þið hljótið að hafa farið djúpt ó skotgrafirnar,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Já algjörlega. Það er ástæðan fyrir því af hverju við vorum hálfvankaðir ennþá í leik tvö. Við unnum átján leiki í röð og svo ertu sleginn svona fast niður. Við náðum ekki að jafna okkur á því fyrr en núna fannst mér þegar við spilum mestmegnis okkar leik,“ sagði Hörður Axel. Hörður Axel fór yfir leik Keflavíkurliðsins, hvað breyttist milli frá leik eitt og tvö og hverjir voru að skila til liðsins í sigrinum í gær. Hann ræddi líka atvik frá því fyrri hálfleiknum. Rikki G, sem var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport, sendi Herði góða kveðju þegar hann var í viðtalinu. Hún var þó ekki rafræn því tölvan hans Rikka G er úti eftir sendingu frá Herði Axel í leiknum. Hörður Axel var þó fljótur að benda á það að þetta var Calvin Burks Jr. að kenna sem átti að vera kominn upp samkvæmt leikkerfinu sem var í gangi. Leikstjórnandanum var þó ekki alveg sama þegar hann áttaði sig á því að hann hefði skemmt tölvuna hans Ríkharð Guðnasonar. Það má sjá allt viðtalið við Hörð Axel og atvikið þegar hann skemmdi tölvu Rikka G í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Hörður Axel og félagar urðu að vinna þriðja leikinn í gær því annars væri tímabilið búið. Þeir svöruðu þeirri pressu með fjórtán stiga sigri þar sem Hörður var með 11 stig og 9 stoðsendingar. Benedikt Guðmundsson skaut aðeins á Hörð Axel þegar var mjög rólegur og yfirvegaður eftir fyrstu spurningu Kjartans Atla. „Ekki alveg missa þig í gleðinni,“ sagði Benedikt léttur og fékk að launum fyrsta brostið frá Herði. „Við erum ennþá 2-1 undir og það er ekkert til að vera hoppandi kátur yfir eins og er. Við keyptum okkur líflínu í dag að fá að spila á föstudaginn líka. Það er léttir,“ sagði Hörður Axel. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hörður Axel ræðir leik þrjú Keflavík vann átján leiki í röð og fyrstu sex leikina í úrslitakeppninni en var síðan allt í einu komið 2-0 undir í úrslitareinvíginu. „Það hlýtur að vera pínu áskorun, hafandi spilað jafnvel og þið gerðuð og verið jafn smurð sóknar- og varnarvél eins og þið hafið verið, að fá þetta högg að tapa tveimur leikjum í röð. Þið hljótið að hafa farið djúpt ó skotgrafirnar,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Já algjörlega. Það er ástæðan fyrir því af hverju við vorum hálfvankaðir ennþá í leik tvö. Við unnum átján leiki í röð og svo ertu sleginn svona fast niður. Við náðum ekki að jafna okkur á því fyrr en núna fannst mér þegar við spilum mestmegnis okkar leik,“ sagði Hörður Axel. Hörður Axel fór yfir leik Keflavíkurliðsins, hvað breyttist milli frá leik eitt og tvö og hverjir voru að skila til liðsins í sigrinum í gær. Hann ræddi líka atvik frá því fyrri hálfleiknum. Rikki G, sem var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport, sendi Herði góða kveðju þegar hann var í viðtalinu. Hún var þó ekki rafræn því tölvan hans Rikka G er úti eftir sendingu frá Herði Axel í leiknum. Hörður Axel var þó fljótur að benda á það að þetta var Calvin Burks Jr. að kenna sem átti að vera kominn upp samkvæmt leikkerfinu sem var í gangi. Leikstjórnandanum var þó ekki alveg sama þegar hann áttaði sig á því að hann hefði skemmt tölvuna hans Ríkharð Guðnasonar. Það má sjá allt viðtalið við Hörð Axel og atvikið þegar hann skemmdi tölvu Rikka G í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira