Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 12:02 Heilbrigðisyfirvöld segja minnst áttatíu hafa látist í loftárásunum. EPA-EFE/STR Loftárásir stjórnarhers Eþíópíu hæfðu markað í þorpinu Togoga í Tigray í gærmorgun. Heilbrigðisstarfsmenn á svæðinu segja minnst áttatíu hafa farist í árásinni og að hermenn hafi meinað heilbrigðisstarfsmönnum aðgang að svæðinu til að hlúa að særðum. Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn. Eþíópía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP. Tveir læknar og hjúkrunarfræðingur segja í samtali við AP að ekki hafi tekist að staðfesta tölu látinna, en talið er að áttatíu hafi farist í árásinni. Þeir þorðu ekki að koma fram undir nafni og segjast hræddir um að verða refsað fyrir að tjá sig um málið. Átök i Tigray héraðinu í Eþíópíu hafa aldrei verði verri en undanfarna mánuði en átökin hófust í nóvember síðastliðnum þegar eþíópíski herinn réðist inn í héraðið til að koma þáverandi leiðtoga þess frá völdum. Fólk sem særðist í árásinni, og liggja nú á sjúkrahúsi í Mekele, tjáði heilbrigðisstarfsfólki að flugvél hafi látið sprengjur falla á markaðinn í Togoga. Hinir særðu eru sex talsins, þar á meðal tveggja ára gamalt barn sem hlaut sár á kviði, og sex ára barn. Ungbarn sem særðist í árásinni lést í sjúkrabíl á leiðinni á spítalann í Mekele, sem er 60 kílómetrum frá Togoga. Sjúkraflutningamenn segja að herinn hafi stöðvað sjúkrabílinn í tvo klukkutíma sem hafi líklega leitt til þess að ekki tókst að bjarga lífi barnsins. Síðdegis í gær gerði floti sjúkrabíla tilraun til að komast til Togoga en honum var gert að snúa við af hermönnum við bæinn Tukul. Fleiri sjúkrabílar gerðu tilraun til að komast til Togoga seint í gær og í morgun en þeim tókst ekki að komast á staðinn. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna komst til Togoga, frá Mekele, í morgun en þeir þurftu að fara aðra og flóknari leið. Heilbrigðisstarfsmennirnir hafa hlúið að fjörutíu særðum en talið er að mun fleiri hafi særst í árásinni en fjöldi fólks flúði bæinn í kjölfar árásarinnar. Þá eru minnst fimm í Togoga í lífshættulegu ástandi og þurfa á skurðaðgerðum að halda en heilbrigðisstarfsmenn eru ekki í stöðu til að flytja þá á sjúkrahúsið í Mekele. Læknir sem er staddur í Togoga segir að sjúkrabíll á vegum Rauða krossins hafi gert tilraun í gær til að komast á markaðinn en að eþíópískir hermenn hafi skotið á sjúkrabíllinn.
Eþíópía Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira