„Minnti á KR-liðið sem vann alla þessa titla“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 10:00 Þórsarar lentu í vandræðum gegn vörn Keflavíkur og urðu að sætta sig við tap. vísir/Hulda Margrét Rætt var um magnaðan varnarleik Keflvíkinga og Þórslið sem var mjög ólíkt sjálfu sér í Dominos Körfuboltakvöldi, eftir að Keflavík minnkaði muninn í 2-1 í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Keflavík vann þriðja leik liðanna af öryggi, 97-83, en þau mætast í fjórða leik í Þorlákshöfn annað kvöld. „Þetta Þórslið var mjög ólíkt sjálfu sér. Mikið af skrýtnum, töpuðum boltum og mikið af skrýtnum sóknum sem við sáum frá þeim,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson við þá Hermann Hauksson og Benedikt Guðmundsson, sérfræðinga sína. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Þórsarar ólíkir sjálfum sér „Þetta var ofboðslega þungur sóknarleikur hjá þeim,“ sagði Hermann um Þórsara. „Þeir voru að reyna að spinna sig í gegnum leikmenn Keflavíkur, eins og gekk vel hjá þeim í fyrstu tveimur leikjunum, en Keflvíkingarnir voru mikið fastari fyrir. Þórsarar misstu boltann ofboðslega illa, köstuðu boltanum jafnvel í hendurnar á Keflvíkingum, og voru bara að ströggla alls staðar í sóknarleiknum. Hvort sem það var í þriggja stiga skotum, inni í teig, eða hvort þeir voru að reyna að snúa sig frá andstæðingnum, þá gekk bara ekkert,“ sagði Hermann. Ekki sama gredda í Þórsurum Kjartan Atli sagði varnarleik Keflvíkinga hafa minnt á lið KR sem rakað hefur inn Íslandsmeistaratitlum síðustu ár en horfir nú á eftir titlinum til Þórs eða Keflavíkur: „Vörn Keflvíkinga var algjörlega mögnuð og minnti mann auðvitað á Keflavíkurliðið í vetur. Þetta minnti líka á KR-liðið sem vann alla þessa titla í röð. Stundum bara stigu KR-ingar „ofar“ á mann. Það er ekkert taktískt við það. Þeir voru bara einbeittari, harðari og fljótari, og vörnin varð bara betri án þess að það væri einhver taktíkt á bakvið það. Mér fannst þetta vera þannig hjá Keflavík núna,“ sagði Kjartan og Benedikt tók undir: „Algjörlega. Keflvíkingar voru virkilega grimmir. Tímabilið var undir hjá þeim á meðan að Þórsararnir voru svona… Maður veit hvernig þetta er. Að koma 2-0 yfir í leik þrjú – það er ekki sama greddan í gangi. Það er erfitt að keyra sig upp í leik þrjú, 2-0 yfir. Þetta er því blanda af báðu en þetta var ógeðslega flott vörn hjá Keflavík, sérstaklega á hálfum velli. Einu skiptin sem þeir lentu í vandræðum var eftir tapaða bolta, þegar Þórsararnir komu á ferðinni á þá. Að öðru leyti voru þeir með algjört „lockdown“,“ sagði Benedikt. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira