„Stefnum á að vinna titla á næsta ári“ Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 11:30 Rakel Sara Elvarsdóttir og Blær Hinriksson voru valin efnilegust á Íslandsmótinu í handbolta. HSÍ/KJARTAN „Alla leið. Eins langt og ég get komist,“ segir hinn 19 ára gamli Blær Hinriksson, aðspurður hvert hann stefni. Blær var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur eftir að hafa stimplað sig vel inn á sinni fyrstu leiktíð með Aftureldingu. Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Blær segir það hafa verið mikil viðbrigði að færa sig frá HK yfir til Aftureldingar fyrir leiktíðina. Undir handleiðslu þjálfarans Gunnars Magnússonar blómstraði Blær, sérstaklega á seinni hluta leiktíðar, og endaði langmarkahæstur í liði Aftureldingar með 111 mörk í 18 leikjum. Hann varð sjötti markahæstur í Olís-deildinni. „Að hafa náð heilu keppnistímabili, ekki meiddur sem sagt. Það var líka mikil breyting að koma í Aftureldingu frá HK,“ sagði Blær í viðtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður hvað stæði upp úr eftir tímabilið. Hann kveðst draga mikinn lærdóm af nýafstaðinni leiktíð: „Ég lærði mikið. Gunni [Gunnar Magnússon] hjálpaði mér mjög mikið. Hann er tæknilegur þjálfari, og ég hafði ekki verið mikið með það áður. Svo er maður bara alltaf að læra eitthvað nýtt í deild þeirra bestu á Íslandi,“ sagði Blær en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Blær efnilegastur og lærði margt Efnilegasti og besti leikmaður síðustu leiktíðar sameinast í Aftureldingu á næstu leiktíð því Árni Bragi Eyjólfsson verður liðsfélagi Blæs. Blær er strax farinn að hlakka til næsta vetrar, eftir að hafa enda í 8. sæti með Aftureldingu í vor og tapað fyrir Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Næsta leiktíð er mjög spennandi. Við verðum bara að halda áfram. Við fengum ekkert á þessu tímabili, miðað við hvað markmiðin voru há. Við þurfum að halda áfram og stefnum á að vinna titla á næsta ári,“ sagði Blær sem segir Olís-deildina ekki hafa verið betri en hann reiknaði með: „Nei, nei. Ekkert endilega. Ég lagði hart að mér og þá aðlagast maður fyrr.“ Viðtalið við Blæ má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24 Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01 Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26 Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Ævinlega þakklátur fyrir það hve vel var tekið á móti manni Árni Bragi Eyjólfsson segist hafa notið sín í „frábæru umhverfi“ á Akureyri en það skilaði sér í því að hann var í dag valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta í vetur. 23. júní 2021 16:24
Rut valin best: Sterkar stelpur sem ég er að spila með KA/Þórs leikmaðurinn Rut Arnfjörð Jónsdóttir var hlaðin verðlaunum eftir lokahóf HSÍ í dag en hún var kosin besti leikmaður Olís deildar kvenna af bæði leikmönnum og þjálfurum deildarinnar. Rut var einnig kosin besti sóknarmaðurinn. 23. júní 2021 15:01
Rut og Árni Bragi best og Rakel Sara og Blær efnilegust Rut Jónsdóttir og Árni Bragi Eyjólfsson voru valin bestu leikmenn Olís-deildanna í handbolta á lokahófi HSÍ. 23. júní 2021 12:26
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn