Birkir valdi bestu bakverði EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 14:00 Denzel Dumfries ræddi við fjölskyldu og vini í stúkunni eftir sigurinn á Austurríki á EM. Hann skoraði í leiknum og einnig gegn Úkraínu í fyrsta leik. Getty/Alyn Ledang Þegar Birkir Már Sævarsson horfir á leiki á EM fylgist hann sérstaklega vel með bakvörðum liðanna. Það var því við hæfi að „Vindurinn“ tæki að sér að velja bestu bakverði mótsins. Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Birkir, sem leikið hefur 98 A-landsleiki, hefur haldið vel aftur af mönnum á borð við Cristiano Ronaldo, Memphis Depay og Raheem Sterling á sínum landsliðsferli. Hann þarf að gera sér að góðu að horfa á þá í sjónvarpinu að þessu sinni, og glímu þeirra við varnarmenn annarra þjóða. „Ég horfi alltaf mest á bakverðina eiginlega. Svo reynir maður nú að njóta þess að horfa á leikinn en einhvern veginn sogast maður alltaf að því að fylgjast með bakvörðunum og hvað þeir eru að gera. Maður er alltaf að reyna að læra eitthvað þó að maður sé orðinn gamall í hettunni,“ sagði Birkir í þættinum EM í dag, á EM-rás Stöðvar 2 í gærkvöld. Innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Bestu bakverðir Birkis Bestu bakverðir EM til þessa eru að mati Birkis í landsliðum Hollands, Ítalíu og Þýskalands. „Sá fyrsti sem kom upp í hausinn var Denzel Dumfries. Hann er búinn að vera flottur,“ sagði Birkir um hinn 25 ára gamla Dumfries, hægri vængbakvörð Hollands og leikmann PSV. „Ég er farinn að halda að De Boer sé að hanna „systemið“ að Dumfries. Hann er ekki frábær varnarmaður sem hægri bakvörður í fjögurra manna línu, en þetta system hentar honum einkar vel,“ benti Guðmundur Benediktsson á. „Hann er þarna sem vængbakvörður sem er smá svindlstaða fyrir þessa sóknarsinnuðu bakverði. Þeir njóta sín helvíti vel þar í þessum góðu liðum,“ sagði Birkir. Virkilega gaman að horfa á Spinazzola Næstur í röðinni var Leonardo Spinazzola, 28 ára gamall vinstri bakvörður ítalska landsliðsins og Roma. „Hann er búinn að vera geggjaður. Það er virkilega gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann er góður einn á móti einum, jafnfættur og eiginlega bara eins og kantmaður. Ég hef ekki séð alveg nógu mikið af honum til að meta hversu góður varnarmaður hann er en það skiptir ekki máli. Á stórmótum vill maður fá mörk og blússandi sóknarbolta,“ sagði Birkir. Þjóðverjinn Robin Gosens, sem er 26 ára vinstri vængbakvörður og leikmaður Atalanta á Ítalíu, var svo sá þriðji sem Birkir valdi: „Ég valdi hann eiginlega út af þessum eina leik á móti Portúgal. Hann var geggjaður þar, eins og reyndar Kimmich. Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar bakvörður skorar eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum. Það eru mín uppáhalds mörk.“ EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira