Einn látinn og hátt í hundrað saknað á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 19:38 Þegar birti af degi varð umfang hamfaranna í Champlain-turninum í Surfside ljóst. Hátt í hundrað manna er enn saknað. AP/Amy Beth Bennett/South Florida Sun-Sentinel Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hluti tólf hæða íbúðablokkar hrundi í bænum Surfside nærri Miami á Flórída í nótt. Tæplega hundrað manna er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka töluvert. Talið er að fjöldi fólks sé enn fastur í rústum Champlain-turnanna. Björgunarmenn hafa náð tugum íbúa úr rústunum og leita fleiri eftirlifenda, að sögn AP-fréttastofunnar. Unnið var að því að bjarga barni sem sat fast en talið er að foreldrar þess hafi farist. Taka þurfti fótinn af konu til að losa hana úr brakinu. Ekki er ljóst hversu margir voru inni í byggingunni þegar hún hrundi um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Í blokkinni býr fólk bæði allt árið um kring og hluta úr ári. Ekki er haldið utan um hvenær eigendurnir eru á staðnum. Ræðisskrifstofa Argentínu í Miami hefur staðfest að níu Argentínumanna sé saknað. Miami Herald eftir eftir lögreglunni í Miami-Dade-sýslu að tilkynnt hafi verið um 99 manns sem sé saknað eftir hrunið. Fimm íbúðir voru í hluta blokkarinnar sem hrundi. Íbúar í þeim hluta blokkarinnar sem enn stendur hafa yfirgefið heimili sín. Byggingin er sögð um fjörutíu ára gömul. Ekki liggur fyrir hvað olli því að blokkarálman hrundi. Upptaka úr öryggismyndavél sýndi að miðja byggingarinnar virtist hrynja fyrst og riðaði þá sá hluti hennar sem stendur næst sjónum til falls. Hrundi sá hluti skömmu síðar þannig að mikið rykský lagði yfir nágrennið. Framkvæmdir eru sagðar hafa staðið yfir á þaki hússins en Charles Burkett, borgarstjóri í Surfside, segist ekki sjá hvernig þær hefðu getað átt þátt í að blokkin hrundi. Rannsókn sem var gerð í fyrra leiddi í ljós að byggingin hefur verið að sökkva frá 10. áratugnum, að því er kemur fram í frétt USA Today. Bandaríkin Húshrun í Miami Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Sjá meira
Talið er að fjöldi fólks sé enn fastur í rústum Champlain-turnanna. Björgunarmenn hafa náð tugum íbúa úr rústunum og leita fleiri eftirlifenda, að sögn AP-fréttastofunnar. Unnið var að því að bjarga barni sem sat fast en talið er að foreldrar þess hafi farist. Taka þurfti fótinn af konu til að losa hana úr brakinu. Ekki er ljóst hversu margir voru inni í byggingunni þegar hún hrundi um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Í blokkinni býr fólk bæði allt árið um kring og hluta úr ári. Ekki er haldið utan um hvenær eigendurnir eru á staðnum. Ræðisskrifstofa Argentínu í Miami hefur staðfest að níu Argentínumanna sé saknað. Miami Herald eftir eftir lögreglunni í Miami-Dade-sýslu að tilkynnt hafi verið um 99 manns sem sé saknað eftir hrunið. Fimm íbúðir voru í hluta blokkarinnar sem hrundi. Íbúar í þeim hluta blokkarinnar sem enn stendur hafa yfirgefið heimili sín. Byggingin er sögð um fjörutíu ára gömul. Ekki liggur fyrir hvað olli því að blokkarálman hrundi. Upptaka úr öryggismyndavél sýndi að miðja byggingarinnar virtist hrynja fyrst og riðaði þá sá hluti hennar sem stendur næst sjónum til falls. Hrundi sá hluti skömmu síðar þannig að mikið rykský lagði yfir nágrennið. Framkvæmdir eru sagðar hafa staðið yfir á þaki hússins en Charles Burkett, borgarstjóri í Surfside, segist ekki sjá hvernig þær hefðu getað átt þátt í að blokkin hrundi. Rannsókn sem var gerð í fyrra leiddi í ljós að byggingin hefur verið að sökkva frá 10. áratugnum, að því er kemur fram í frétt USA Today.
Bandaríkin Húshrun í Miami Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Sjá meira