„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 13:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti afléttingu allra samkomutakmarkana innanlands fyrr í dag. Vísir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands. Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Svandís segir að aflétting samkomutakmarkana geri það að verkum að allt sem áður var takmarkandi sé nú að baki. „Við getum hætt að vera með grímurnar á mannamótum og við þurfum ekki að hugsa um það hvort við erum einum metra nær eða fjær einhverjum öðrum,“ segir Svandís með bros á vör. Svandís fagnar því að nú séum að komast í það horf sem við eigum að venjast sem íslenskt samfélag. „Þetta er svo stórt skref af því þetta er í raun og veru uppskera eftir allt það sem við höfum gert og í raun og veru allt sem við höfum látið á móti okkur," segir hún. Helstu ástæður þess að unnt er að aflétta samkomutakmörkunum innanlands segir Svandís að séu að varnfærni stjórnvalda og að hlutað hafi verið á okkar besta fólk. Þá tekur hún undir orð forsætisráðherra þess efnis að við séum mögnuð þjóð. Faraldurinn verður gerður upp Svandís segir að í lok faraldurs verði hann tekinn saman og að farið verði yfir öll viðbrögð yfirvalda. „Það eru margir þættir sem við höfum þegar sett spurningarmerki við, eins og til dæmis þegar gengið var mjög langt í því að takmarka heimsóknir á hjúkrunarheimili,“ svarar Svandís, spurð út í hvort hún hefði viljað gera eitthvað öðruvísi í faraldrinum. Hún minnir á mikilvægi þess að stjórnvöld í lýðræðissamfélagi geti horft á ákvarðanir og aðgerðir sínar með gagnrýnu hugarfari. „Fyrst og fremst horfum við á árangur þegar öllu er á botninn hvolft og hann er góður,“ bætir hún við. Svandís segir margt útskýra þannan góða árangur, fyrst og fremst að við séum fámennt, vel upplýst og öflugt samfélag. Þá hafi einnig skipt sköpum að við búum á eyju og að Keflavíkurflugvöllur sé nánast eina hliðið til og frá landinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira