Danmörk fyrsta þjóðin til að tryggja sæti sitt í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2021 18:06 Kasper Dolberg fagnar öðru marki sínu í dag. Marcio Machado/Eurasia Sport Images/Getty Images Danmörk og Wales áttust við í Amsterdam í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í dag. Danir eru á leið í átta liða úrslit eftir sannfærandi 4-0 sigur. Það tók Dani 27 mínútur að brjóta ísinn. Þar var það Kasper Dolberg sem var á ferðinni eftir stoðsendingu frá Mikkel Damsgaard. Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki nema tæplega þriggja mínútna gamall þegar staðan var orðin 2-0. Neco Williams gerði sig þá sekan um slæm mistök þegar honum mistókst að hreinsa boltann frá marki og Kasper Dolberg skoraði sitt annað mark. Walesverjar voru þó virkilega ósáttir við markið, en þeim fannst brotið á sér í aðdraganda marksins. Þeir fengu þó ekkert fyrir sinn snúð, og Danir því komnir með góða stöðu. Þriðja mark leiksins kom ekki fyrr en á 88.mínútu þegar Joakim Maehle gerði út um vonir Walesverja eftir stoðsendingu frá Mathias Jensen. Ekki batnaði það fyrir Walesverja á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar Harry Wilson fékk að líta beint rautt spjald fyrir litlar sakir. Martin Braithwaite stráði salti í sár Walesverja á 94.mínútu þegar hann koma Dönum í 4-0 og gulltryggði þar með sæti þeirra í átta liða úrslitum. Wales er hinsvegar á heimleið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Danmörk og Wales áttust við í Amsterdam í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í dag. Danir eru á leið í átta liða úrslit eftir sannfærandi 4-0 sigur. Það tók Dani 27 mínútur að brjóta ísinn. Þar var það Kasper Dolberg sem var á ferðinni eftir stoðsendingu frá Mikkel Damsgaard. Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var ekki nema tæplega þriggja mínútna gamall þegar staðan var orðin 2-0. Neco Williams gerði sig þá sekan um slæm mistök þegar honum mistókst að hreinsa boltann frá marki og Kasper Dolberg skoraði sitt annað mark. Walesverjar voru þó virkilega ósáttir við markið, en þeim fannst brotið á sér í aðdraganda marksins. Þeir fengu þó ekkert fyrir sinn snúð, og Danir því komnir með góða stöðu. Þriðja mark leiksins kom ekki fyrr en á 88.mínútu þegar Joakim Maehle gerði út um vonir Walesverja eftir stoðsendingu frá Mathias Jensen. Ekki batnaði það fyrir Walesverja á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar Harry Wilson fékk að líta beint rautt spjald fyrir litlar sakir. Martin Braithwaite stráði salti í sár Walesverja á 94.mínútu þegar hann koma Dönum í 4-0 og gulltryggði þar með sæti þeirra í átta liða úrslitum. Wales er hinsvegar á heimleið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti