467 daga þrautaganga á enda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar 13. mars 2020 þar sem tilkynnt var um að gripið yrði til takmarkana á samkomum í fyrsta skipti í Íslandssögunni. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er sannkallaður hátíðisdagur. Hann markar endalok samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi í einhverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til frambúðar. Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Öllum takmörkunum vegna farsóttar var aflétt á miðnætti og má þar helst nefna afnám grímuskyldu, nándarreglu, fjöldatakmarkana og takmarkana á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Sú breyting sem varð helst áþreifanleg um leið og takmarkanirnar voru felldar úr gildi á miðnætti er tvímælalaust sú síðastnefnda en skemmtistaðir voru opnir til klukkan fjögur í nótt í fyrsta skipti í rúma fimmtán mánuði. Víða var þessum áfanga fagnað og er ljóst að gleði fólks yfir því að endurheimta óskert frelsi sitt til að skemmta sér á nóttunni er mikil. Á sumum skemmtistöðum voru síðustu sekúndurnar að miðnætti hreinlega taldar niður og þegar klukkan sló tólf brutust út óskapleg fagnaðarlæti meðal gesta. Langur vegur Ríkisstjórnin nýtti sér heimild í lögum til að takmarka samkomur í fyrsta skipti í Íslandssögunni þann 16. mars í fyrra vegna heimsfaraldursins. Síðan tók við strembin barátta við útbreiðslu veirunnar með sínum hæðum og lægðum, afléttingum og herðingum takmarkana á víxl. Þegar samkomutakmarkanir voru settar á fyrst var lagt bann við því að fleiri en 100 manns kæmu saman og fólki bannað að vera í innan við tveggja metra fjarlægð frá hvert öðru. Þær voru síðan hertar í nokkrum skrefum og þegar verst lét máttu ekki nema tíu koma saman, tveggja metra reglan og almenn grímuskilda var í gildi og var öllum börum, krám, ræktinni, sundlaugum, íþróttafélögum og hárgreiðslustofum gert að loka starfsemi sinni. Veitingastaðir urðu þá að loka klukkan tíu á kvöldin. Um miðjan febrúar í ár fór síðan að sjá til sólar á ný. Ýmis starfsemi fékk að opna á aftur; barir og skemmtistaðir fengu að opna, með takmörkunum þó, og var leyfilegur fjöldi gesta í leikhús og söfn aukinn. Frá þeim tímapunkti voru samkomutakmarkanir aldrei hertar á ný. Það var þó ekki fyrr en um miðjan apríl sem stjórnvöld fóru að létta á fjöldatakmörkunum þegar leyfilegur fjöldi var rýmkaður úr tíu í tuttugu. Frá þeim tímapunkti hafa fjöldatakmarkanir ekki verið hertar á ný en þeim verið aflétt í nokkrum skrefum. Síðasta skrefið í þeim var síðan stigið á miðnætti í nótt. „Dagur gleði og gæfu er runninn upp,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í morgun um þennan tímamótadag. Hann á raunar sjálfur afmæli og segist vart getað hugsað sér betri afmælisgjöf en afléttingu takmarkana. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessi tímamót sannarleg gleðitíðindi: „Í raun erum við að endurheimta á ný það samfélag sem okkur er eðlilegt að búa í og sem við höfum þráð, allt frá því að heimildir sóttvarnalaga til að takmarka samkomur voru virkjaðar vegna heimsfaraldurs fyrir rúmu ári, þann 16. mars 2020.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira