Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 09:01 Blikar fögnuðu að sjálfsögðu vel eftir sigurmark Andra Rafns Yeoman. vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi. Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Mörkin voru skoruð í fyrri þremur leikjunum í 10. umferð Pepsi Max-deildar karla í gærkvöld. Seinni þrír leikirnir fara fram í kvöld. Breiðablik var 2-1 undir þegar tíu mínútur voru til leiksloka í Kórnum í gær en náði samt að vinna sigur. Arnþór Ari Atlason kom HK yfir í fyrri hálfleik, eftir slæm mistök Antons Ara Einarssonar í marki Blika, en Kristinn Steindórsson jafnaði metin með skalla. Birnir Snær Ingason kom HK aftur yfir úr víti á 71. mínútu en Blikar fengu einnig víti sem Thomas Mikkelsen skoraði úr á 84. mínútu. Það var síðan Andri Rafn Yeoman sem skoraði sigurmarkið þegar skammt var eftir. Klippa: Mörk HK og Breiðabliks Það var einnig skorað mikilvægt mark undir lok leiks á Hlíðarenda þar sem Arnór Borg tryggði Fylki stig eftir laglegan samleik við Þórð Gunnar Hafþórsson en báðir höfðu þeir komið inn á sem varamenn. Valur komst yfir á 55 mínútu þegar boltinn virtist hrökkva af Jordan Brown í markið eftir hornspyrnu, en markið er skráð á Hauk Pál Sigurðsson á leikskýrslu á vef KSÍ. Klippa: Mörk Vals og Fylkis Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA sem er á leið í atvinnumennsku, átti engan draumaleik í Kaplakrika þar sem FH og KA gerðu 1-1 jafntefli. Björn Daníel Sverrisson sneri sér framhjá honum og uppskar svo víti sem Steven Lennon skoraði úr. Brynjar missti svo boltann þegar FH komst fram í skyndisókn sem endaði með því að Dusan Brkovic braut á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni og fékk rautt spjald. Tíu KA-menn náðu hins vegar að jafna þegar Jonathan Hendrickx skoraði eftir gott „pot“ Ásgeirs Sigurgeirssonar þegar korter var til leiksloka. Klippa: Mörk FH og KA Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Fylkir Valur FH KA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira