Þjálfari Glódísar Perlu tekur við Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 13:31 Jonas Eidevall er nýr þjálfari Arsenal. Roland Krivec/Getty Images Kvennalið Arsenal hefur tilkynnt Jonas Eidevall sem nýjan þjálfara liðsins. Hann hefur stýrt liði Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár en landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir spilar með liðinu. Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Hin 32 ára gamla Renée Slegers, fyrrverandi landsliðskona Hollands, tekur við Rosengård. Hún hefur þjálfað varalið Rosengård, sem er í þriðju efstu deild, síðasta árið og einnig verið þjálfari sænska U23-landsliðsins. Hún stýrði LB07 í sænsku úrvalsdeildinni árið 2019. Eidevall er 38 ára gamall Svíi sem hefur verið viðloðinn þjálfun frá því hann var aðeins 23 ára. Hann kom fyrst til Rosengård sem aðstoðarþjálfari en tók síðar við stöðu aðalþjálfara. Undir hans stjórn varð liðið sænskur meistari árin 2013 og 2014. Hann var aðstoðarþjálfari Henriks Larsson hjá karlaliði Helsingborg í stuttan tíma áður en hann tók við Rosengård á nýjan leik. Undir hans stjórn vann liðið bikarinn 2018 og deildina ári síðar. Þá hefur liðið farið frábærlega af stað í ár og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með níu sigra og eitt jafntefli að loknum 10 leikjum. Arsenal – sem endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð – hefur verið í þjálfaraleit síðan Joe Montemurro sagði starfi sínu lausu til að taka við Juventus. „Arsenal á sér ríka sögu, um er að ræða sigursælasta kvennalið Englands og ég vil bæta við þá sögu. Það er mjög mikilvægt að við vinnum en það er mikilvægara að við virðum gildi og merki félagsins dag frá degi. Ég get ekki beðið eftir að byrja,“ sagði Eidevall eftir að ráðningin var staðfest. Introducing our new head coach Welcome to The Arsenal, Jonas Eidevall — Arsenal Women (@ArsenalWFC) June 28, 2021 Hans bíður verðugt verkefni en hann þarf að byrja á að sannfæra Vivianne Miedema um að vera áfram í herbúðum liðsins. Eftir það þarf að tryggja sér þátttöku í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og svo að berjast við Chelsea og Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira