Spenntur fyrir leiknum gegn KR og reiknar með að bæði lið styrki sig í glugganum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2021 16:30 Arnar Gunnlaugsson er þjálfari bikarmeistara Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var mjög ánægður með að fá KR í heimsókn í Fossvoginn í stórleik 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá taldi Arnar næsta ljóst að bæði lið myndu styrkja sig fyrir leikinn sem fram fer 11. eða 12. ágúst næstkomandi. „Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
„Mjög ánægður með að hafa fengið heimaleik í fyrsta lagi og svo að fá KR-inga líka, sannkallaður stórleikur. Ef þú ætlar að vinna bikarinn verða ýmsar hindranir á vegi þínum og þær gerast varla stærri en KR og það er bara gríðarleg tilhlökkun,“ sagði Arnar um þennan stórleik 16-liða úrslitanna. „Mögulega, það eru allskonar kenningar í þessu en engin rétt og engin röng. Fyrir knattspyrnuáhugafólk er þetta algjör stórleikur. Það verður mjög spennandi að sjá hvað liðin ætla sér að gera í glugganum til að styrkja fyrir þennan leik. Nöfnin sem KR-ingar eru að reyna að ná eru mjög ´djúsí´ og við kannski styrkjum okkur eitthvað líka, þetta er alveg geggjað tækifæri fyrir bæði lið,“ bætti Arnar við. Theódór Elmar Bjarnason ku hafa samið nýverið við uppeldisfélagið og mun leika með því næstu misseri. Hann ætti að vera kominn með leikheimild þegar 16-liða úrslit bikarsins fara af stað. „Það verður víst að vera leyndarmál þangað til – það er reyndar bara korter í að glugginn opni þannig það þarf ekki að vera lengi. Það er stemmning í Fossvoginum og við þurfum að sætta okkur við það, sem betur fer, að við erum í titilbaráttu. Einnig erum ríkjandi bikarmeistarar og eigum titil að verja þar svo mögulega þarf að styrkja hópinn, eins og öll önnur góð lið. Flest önnur góð lið munu gera það í þessum glugga, þetta er gott tækifæri til þess en ég ætla samt að halda því aðeins leyndu en ekki lengi vonandi,“ sagði dulúðlegur Arnar um mögulega styrkingu á leikmannahópi sínum. „Við munum allir hvernig okkur leið 2019 þegar við unnum titilinn og hvað það var mikil hvatning fyrir alla, leikmennina líka. Þetta er tilfinning sem við ætlum að vinna hart fyrir að fá aftur. Það var stemning í Fossvoginum og geggjaður dagur í alla staði. Að mínu mati fylgir mikil ábyrgð að vera bikar- eða Íslandsmeistari, það er mikil ábyrgð fólgin í því að reyna verja titil.“ „Ég hef oft sagt að það eru bara góð lið sem verja titil og við drulluðum aðeins upp á bak í fyrra, ég ætla ekki að segja þökk sé Covid-19 en út af einhverjum óútskýrðum ástæðum fáum við annað tækifæri til að verja titilinn og verðum að nýta það betur núna,“ sagði Arnar að endingu. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn