Fegurð Víkur skín í gegnum öskuna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. júlí 2021 09:00 Anna Huld Óskarsdóttir, hótelstjóri á Hótel Kötlu á Höfðabrekku, austan Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Anna Huld Óskarsdóttir, hótelstýra á Hótel Kötlu, segist vera farin að finna fyrir áhuga ferðamanna á staðnum eftir að Netflix-serían Katla kom út fyrr í mánuðinum. „Við fengum fyrsta símtalið í síðustu viku. Það var aðili sem hafði horft á Kötlu og vildi spyrja alls kyns spurninga, hvort það væri hægt að komast upp á jökulinn og hvernig væri hægt að komast að þessum íshellum. Þannig ég held að þetta eigi klárlega eftir að hafa jákvæð áhrif,“ segir Anna. Hún telur Vík hafa komið vel út þrátt fyrir drungalegt yfirbragð. „Það kemur mér í raun og veru á óvart, á mjög jákvæðan hátt, hvað umgjörð Víkur nýtur sín vel. Þó svo að allt sé á kafi í ösku þá nær nú samt einhvern veginn fegurðin í Víkinni að njóta sín.“ Þá nefnir hún að ströndin, Reynisdrangar, Reynisfjall og kirkjan hafi komið sérstaklega vel út að hennar mati. Víkurbúar séu mjög ánægðir með þættina. „Ég held að það séu allir búnir að horfa á þættina. Ég held að allir íbúar hafi tekið þetta bara hratt í nefið.“ Anna Huld segir fegurð Víkur skína í gegnum öskuna og drungann.Netflix Víkurbúar fylgdust spenntir með Tökuliðið gisti á Hótel Kötlu á meðan tökur stóðu yfir í apríl, maí og júní í fyrra. „Það var bara mjög gaman. Þau voru svolítið með hótelið útaf fyrir sig. Það sem var kannski svona mest ögrandi fyrir þau er að þau voru að taka upp á bjartasta tíma ársins, þannig tökurnar fóru helst fram seint á kvöldin og fram í nóttina. Þannig það var stundum morgunmatur hér alveg frá sex og morgnana og fram til þrjú á daginn, eftir því hvenær fólk vaknaði.“ Anna segir tökurnar hafa farið skipulega fram og snyrtimennskan hafi verið í fyrirúmi. „Það var bara ákveðinn hluti bæjarins sem var sviðsmynd. Þeir voru líka með teymi sem þreif allt á eftir og það var mikil áhersla lögð á að skilja vel svæðið.“ Það má sjá hin ýmsu náttúruundur Víkur í sjónvarpsseríunni Kötlu.LILJA JÓNSDÓTTIR/NETFLIX Íbúar fylgdust spenntir með tökunum og segir Anna Víkurbúa hafa verið duglega að deila minningum frá tökutímabilinu á Facebook undanfarið og að mikil stemming hafi myndast við frumsýningu þáttanna. Anna segir sumarið líta vel út. Hún telur þættina hafa kveikt forvitni og áhuga fólks um Vík, en að góð veðurspáin spili einnig inn í. „Við sjáum það alveg vel í bókunum að það er að bókast vel inn, bæði Íslendingar og ferðamenn. Þannig að við erum bjartsýn hvað varðar sumarið og haustið.“ Netflix Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06 Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
„Við fengum fyrsta símtalið í síðustu viku. Það var aðili sem hafði horft á Kötlu og vildi spyrja alls kyns spurninga, hvort það væri hægt að komast upp á jökulinn og hvernig væri hægt að komast að þessum íshellum. Þannig ég held að þetta eigi klárlega eftir að hafa jákvæð áhrif,“ segir Anna. Hún telur Vík hafa komið vel út þrátt fyrir drungalegt yfirbragð. „Það kemur mér í raun og veru á óvart, á mjög jákvæðan hátt, hvað umgjörð Víkur nýtur sín vel. Þó svo að allt sé á kafi í ösku þá nær nú samt einhvern veginn fegurðin í Víkinni að njóta sín.“ Þá nefnir hún að ströndin, Reynisdrangar, Reynisfjall og kirkjan hafi komið sérstaklega vel út að hennar mati. Víkurbúar séu mjög ánægðir með þættina. „Ég held að það séu allir búnir að horfa á þættina. Ég held að allir íbúar hafi tekið þetta bara hratt í nefið.“ Anna Huld segir fegurð Víkur skína í gegnum öskuna og drungann.Netflix Víkurbúar fylgdust spenntir með Tökuliðið gisti á Hótel Kötlu á meðan tökur stóðu yfir í apríl, maí og júní í fyrra. „Það var bara mjög gaman. Þau voru svolítið með hótelið útaf fyrir sig. Það sem var kannski svona mest ögrandi fyrir þau er að þau voru að taka upp á bjartasta tíma ársins, þannig tökurnar fóru helst fram seint á kvöldin og fram í nóttina. Þannig það var stundum morgunmatur hér alveg frá sex og morgnana og fram til þrjú á daginn, eftir því hvenær fólk vaknaði.“ Anna segir tökurnar hafa farið skipulega fram og snyrtimennskan hafi verið í fyrirúmi. „Það var bara ákveðinn hluti bæjarins sem var sviðsmynd. Þeir voru líka með teymi sem þreif allt á eftir og það var mikil áhersla lögð á að skilja vel svæðið.“ Það má sjá hin ýmsu náttúruundur Víkur í sjónvarpsseríunni Kötlu.LILJA JÓNSDÓTTIR/NETFLIX Íbúar fylgdust spenntir með tökunum og segir Anna Víkurbúa hafa verið duglega að deila minningum frá tökutímabilinu á Facebook undanfarið og að mikil stemming hafi myndast við frumsýningu þáttanna. Anna segir sumarið líta vel út. Hún telur þættina hafa kveikt forvitni og áhuga fólks um Vík, en að góð veðurspáin spili einnig inn í. „Við sjáum það alveg vel í bókunum að það er að bókast vel inn, bæði Íslendingar og ferðamenn. Þannig að við erum bjartsýn hvað varðar sumarið og haustið.“
Netflix Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06 Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08
Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06
Önnur og lengri stikla úr Kötlu birt Netflix hefur birt aðra og lengri stiklu úr þáttaröðinni Kötlu sem frumsýnd verður 17. júní næstkomandi. 28. maí 2021 07:14