Heiðarleg atlaga að Íslandsmetinu í hita í kortunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2021 15:53 Vafalítið mun einhver ungur Eskfirðingur fara út með fótboltann sinn í hitanum næstu daga. Vissara að hafa vatnsbrúsann með og bera á sig smá sólarvörn. Vísir/Vilhelm Það stefnir í steikjandi hita á Austfjörðum á morgun og gæti hitinn náð 29 stigum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á síðu sinni Bliku og lýsir því sem heiðarleg atlaga að íslenska hitametinu sé í farvatninu. „Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“ Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
„Ný „blaðra“ af heitu lofti stefnir nú til okkar úr suðvestri. Loftið er mjög hlýtt á okkar vísu og hlýindin skila sér niður um austan- og norðaustanvert landið. Ýmsir hitabylgjuvísar eru í hárri stöðu á morgun og miðvikudag,“ segir Einar. Hann skoðar hita í 850 hPa þrýstingi og von á 15-16 gráðum á Austurlandi seinni partinn á morgun. Allra hæstu gildin séu í um 1300 metra hæð. Í ágústhitabylgjunni árið 2004, sem hafi verið ættuð úr suðaustri, hafi hitastigið verið 13-14 gráður í um 1300 metra hæð. Íbúar og ferðalangar hafa árum saman nánast getað treyst á veðurblíðu á Hallormsstað. Þar gæti hiti nálgast þrjátíu gráður næstu tvo daga.Vísir/Vilhelm Einar vísar til Íslandsmets í hitastigi á Teigarhorni þann 22. júní árið 1939 þegar talið er að hiti hafi náð 30,5 stigum. Loftmassinn sé svipaður og þá sem gerist aðeins endrum og sinnum. Þá minni staðan nú á ágústdaga árið 2012 þegar hiti mældist 28 stig á Eskifirði. „En hversu hlýtt verður á morgun og miðvikudag? Ég mundi giska á 28 til 29°C. Spáð er skýjuðu og sólarlitlu, en léttskýjað á miðvikudag. En allir þættir verða að spila saman og að auki að vera ekki fjarri hæstu stöðu sólar,“ segir Einar í færslu sinni á Bliku. Á meðan Austfirðingar baða sig í sól á massinn á Suðvesturhorninu frekar von á smá úrkomu en sólarglætu, ef marka má spána.Veðurstofa Íslands Vissulega heiðarleg atlaga að Íslandsmeti hitans, eins og hann orðar það. „En sjálfur er ég samt þeirrar skoðunar að það takist ekki í þessari góðu tilraun.“
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira