Vörnin frá Pfizer og Moderna líkleg til að endast í mörg ár Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 16:59 Langtímavirkni bóluefnanna við Covid-19 lofar mjög góðu. EPA/Christophe Ena Bóluefni Pfizer og Moderna eru líkleg til þess að veita langvarandi vörn gegn Covid-19. Ný rannsókn gefur til kynna að ekki verði þörf á viðbótarsprautu um nokkurra ára skeið eftir að maður hefur verið fullbólusettur. Í nýrri grein í vísindatímaritinu Nature er fjallað um að vörnin sem fáist með bóluefnunum sé líkleg til að endast árum saman, ólíkt því sem sumir hafa óttast, að hún endist aðeins í ár eða skemur. Rannsóknin sýndi einnig að bóluefnin sýndu mjög góða virkni gegn þremur nýjum afbrigðum veirunnar, jafnvel Beta-afbrigðinu, sem hefur verið sagt ógna árangri sumra bóluefna. Farið var ofan í kjölinn á líffræðilegum áhrifum bóluefnisins og þær athuganir leiddu í ljós að viðmiðunargildi sem eiga á hættu að dala fljótlega eftir ýmsa hefðbundna bólusetningu mældust enn sterk löngu síðar eftir bólusetningu með umræddum bóluefnum. Rannsóknin náði aðeins til Pfizer og Moderna og samkvæmt einum höfundinum, sem New York Times ræddi við, er ekki ólíklegt að önnur bóluefni muni endast skemur, eins og Janssen-bóluefnið. Það er enda af hefðbundnum toga og styðst ekki við mRNA-tækni eins og Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. 18. júní 2021 23:44 Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. 14. maí 2021 08:41 Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. 27. maí 2021 11:57 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira
Í nýrri grein í vísindatímaritinu Nature er fjallað um að vörnin sem fáist með bóluefnunum sé líkleg til að endast árum saman, ólíkt því sem sumir hafa óttast, að hún endist aðeins í ár eða skemur. Rannsóknin sýndi einnig að bóluefnin sýndu mjög góða virkni gegn þremur nýjum afbrigðum veirunnar, jafnvel Beta-afbrigðinu, sem hefur verið sagt ógna árangri sumra bóluefna. Farið var ofan í kjölinn á líffræðilegum áhrifum bóluefnisins og þær athuganir leiddu í ljós að viðmiðunargildi sem eiga á hættu að dala fljótlega eftir ýmsa hefðbundna bólusetningu mældust enn sterk löngu síðar eftir bólusetningu með umræddum bóluefnum. Rannsóknin náði aðeins til Pfizer og Moderna og samkvæmt einum höfundinum, sem New York Times ræddi við, er ekki ólíklegt að önnur bóluefni muni endast skemur, eins og Janssen-bóluefnið. Það er enda af hefðbundnum toga og styðst ekki við mRNA-tækni eins og Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. 18. júní 2021 23:44 Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. 14. maí 2021 08:41 Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. 27. maí 2021 11:57 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Sjá meira
Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. 18. júní 2021 23:44
Bóluefnið frá Pfizer: Sterkara mótefnasvar ef beðið er í tólf vikur Ný bresk rannsókn bendir til þess að sterkara mótefnasvar fáist með því að bíða tólf vikur milli fyrri og seinni skammtsins af Covid-19 bóluefninu frá Pfizer en þær þrjár vikur sem venjulega eru á milli skammta. 14. maí 2021 08:41
Ónæmið gæti varið í mörg ár Ónæmi gegn Covid-19 gæti verið út ævi flestra sem hafa smitast og fengið bólusetningu. Þetta er meðal niðurstaða í tveimur nýjum rannsóknum þar sem fólk sem smitaðist snemma í faraldri nýju kórónuveirunnar var skoðað. 27. maí 2021 11:57