FFP3 grímurnar veittu mun meiri vörn en skurðstofugrímurnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júní 2021 07:07 FFP3 grímurnar virðast veita mun meiri vörn gegn kórónuveirunni en hefðbundnar skurðstofugrímur. Getty/Robert Michael Vísindamenn í Bretlandi hafa komist að því að svokallaðar FFP3 grímur veita umtalsvert meiri vörn en hefðbundar skurðstofugrímur. Samtök heilbrigðisstarfsmanna í landinu hafa löngum kallað eftir því að fá betri verndarbúnað. Stjórnendur Cambridge University Hospital fylgdu framan af opinberum ráðleggingum þar sem mælst var til þess að starfsmenn bæru skurðstofugrímur til að vernda sig frá kórónuveirunni SARS-CoV-2. Rannsókn leiddi í ljós að heilbrigðisstarfsmenn sem unni á svokölluðum „rauðum“ deildum voru allt að 47 sinnum líklegri til að smitast af Covid-19 en starfsmenn á „grænum“ deildum eða deildum sem hýstu ekki Covid-sjúklinga. Þrátt fyrir að grípa til allra ráðstafana sem mælt var með voru starfsmenn engu að síður að smitast. Þegar önnur bylgja faraldursins reið yfir í desember síðastliðnum ákváðu stjórnendur því að úthluta öllum þeim sem unnu á rauðu deildunum FFP3 grímur. Á aðeins fáum vikum fækkaði þeim snarlega sem smituðust og innan tíðar varð hlutfallið á pari við smit meðal starfsmanna á grænu deildunum. Rannsakendurnir komust því að þeirri niðurstöðu að skurðstofugrímurnar dygðu ekki til að vernda heilbrigðisstarfsmenn. Helsti munurinn á grímunum tveimur er sú að skurðstofugrímurnar vernda gegn dropasmiti á meðan FFP3 grímurnar vernda gegn úðasmiti. Þá liggja síðarnefndu þéttar að andlitinu. Sautján heilbrigðisstofnanir í Bretlandi hafa ákveðið að úthluta starfsmönnum FFP3 grímum þrátt fyrir að opinberar ráðleggingar hafi ekki breyst. BBC greindi frá. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Stjórnendur Cambridge University Hospital fylgdu framan af opinberum ráðleggingum þar sem mælst var til þess að starfsmenn bæru skurðstofugrímur til að vernda sig frá kórónuveirunni SARS-CoV-2. Rannsókn leiddi í ljós að heilbrigðisstarfsmenn sem unni á svokölluðum „rauðum“ deildum voru allt að 47 sinnum líklegri til að smitast af Covid-19 en starfsmenn á „grænum“ deildum eða deildum sem hýstu ekki Covid-sjúklinga. Þrátt fyrir að grípa til allra ráðstafana sem mælt var með voru starfsmenn engu að síður að smitast. Þegar önnur bylgja faraldursins reið yfir í desember síðastliðnum ákváðu stjórnendur því að úthluta öllum þeim sem unnu á rauðu deildunum FFP3 grímur. Á aðeins fáum vikum fækkaði þeim snarlega sem smituðust og innan tíðar varð hlutfallið á pari við smit meðal starfsmanna á grænu deildunum. Rannsakendurnir komust því að þeirri niðurstöðu að skurðstofugrímurnar dygðu ekki til að vernda heilbrigðisstarfsmenn. Helsti munurinn á grímunum tveimur er sú að skurðstofugrímurnar vernda gegn dropasmiti á meðan FFP3 grímurnar vernda gegn úðasmiti. Þá liggja síðarnefndu þéttar að andlitinu. Sautján heilbrigðisstofnanir í Bretlandi hafa ákveðið að úthluta starfsmönnum FFP3 grímum þrátt fyrir að opinberar ráðleggingar hafi ekki breyst. BBC greindi frá.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira