John Oliver gerir stólpagrín að Michele Ballarin Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 12:20 John Oliver hæðist meðal annars að ferli Ballarin sem barnafatahönnuður. Skjáskot/Vísir John Oliver tekur íslandsvininn Michele Roosevelt Edwards, betur þekkta sem Michele Ballarin, fyrir í þætti sínum Last Week Tonight sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Umfjöllun Kveiks er meðal þess sem Oliver notar til að hæða Ballarin. Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Aðalumfjöllunarefni þáttarins er svokallað „Italygate“ sem er samsæriskenning þess efnis að ítalskir gervihnettir hafi verið notaðir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Samkvæmt frétt The Washington Post, er samsæriskenningin runnin undan rifjum Ballarin. Innslagið um Ballarin má sjá í spilaranum hér að neðan: Í desember síðastliðnum sendi Mark Meadows, þáverendi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Jeffrey Rosen, þáverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, bréf þar sem samsæriskenningin var opinberuð. Bréfið var skrifað á bréfsefni merktu USAerospace Partners, fyrirtæki Ballarin. Þá birti annað fyrirtæki í eigu Ballarin, Institute for Good Governance, yfirlýsingu frá ítölskum lögmanni sem hélt því fram að tölvuþrjótur hafi játað það fyrir honum að hann hafi tekið þátt í meintu kosningasvindli. Starfsemi Institute for Good Governence er óræð en fyrirtækið er skráð á heimilisfang sveitaseturs sem Ballarin laug til um að eiga í viðtali við Kveik sem birt var 4. febrúar 2020. Oliver kallar Ballarin hústökukonu Lygin er eitt af því sem Oliver hæðir Ballarin fyrir í þættinum. „Þessi frétt er fyndin af því hún er um fáránlega tilraun til að grafa undan kosningum sem tengist einhvern veginn hústökukonu klæddri upp sem fyrsta kona Orvilles Redenbachers,“ segir Oliver. Oliver segir að því meira sem maður lærir um lífshlaup Ballarin, því erfiðara sé að trúa nokkru sem hún segir. Hann nefnir að hún hafi háð misheppnaða kosningabaráttu um sæti í fulltrúadeild bandaríkjaþings áður en hún gerðist barnafatahönnuður. Hún á að hafa sagst vera Coco Chanel barnafatabransans, Oliver segir engan hafa stutt þá fullyrðingu. „Ég á níu milljónir barna“ Næst fer Oliver yfir feril Ballarin í Sómalíu. Ballarin segir sig hafa komið á friði í Sómalíu og: „Þau kalla mig móður Sómalíu, ég á níu milljónir barna.“ John Oliver efast um að sómalska þjóðin hafi ákveðið í sameiningu að kalla Ballarin þjóðarmóður sína. Þá hefur Oliver eftir sjóhermanni, sem vann með Ballarin í Sómalíu, að hún eigi erfitt með að aðskilja raunveruleika frá skáldskap.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum WOW Air Grín og gaman Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira