Úkraína sló Svíþjóð út á 121. mínútu og mætir Englandi Anton Ingi Leifsson skrifar 29. júní 2021 21:36 Artem Dovbyk réð ekki við sjálfan sig í fagnaðarlátunum. Steve Bardens/Getty Úkraína er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins eftir 2-1 dramatískan sigur á Svíþjóð. Sigurmarkið kom í uppbótartíma framlengingarinnar. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru hins vegar Úkraínumenn sem náðu forystunni á 27. mínútu á Hampden Park í Skotlandi. Eftir frábæran undirbúning Andriy Yarmolenko fékk Englandsmeistarinn Oleksandr Zinchenko boltann og kom boltanum í netið. Frábær afgreiðsla. Svíarnir náðu hins vegar að jafna metin fyrir hlé er skot Emil Forsberg fór af varnarmanni í netið. Markið kom á markamínútunni, þeirri 43. og staðan jöfn í hléi. Úkraínumenn voru nálægt því að komast yfir á tíundu mínútu síðari hálfleiks er Serhiy Sydorchuk skaut í stöngina. Í næstu sókn var það svo komið að Svíum að skjóta í stöngina en þeir geystust upp og markaskorarinn Emil Forsberg skaut í stöng. Forsberg var ekki hættur. Á 69. mínútu þrumaði hann svo boltanum í slá eftir glæsilegan sprett og Svíarnir færðust nær og nær. Þeir náðu þó ekki að skora það sem eftir lifði venjulegs leiktíma og heldur ekki Úkraínumenn. Því þurfti að framlengja. Svíarnir misstu mann af velli á 98. mínútu eftir glæfralega tæklingu Marcus Danielsson. Dómarinn fór í VARsjánna og sendi hann í bað. Það virtist ekkert mark ætla vera skorað í framlengingunni en á 121. mínútu skoraði Artem Dovbyk sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf. Rosaleg dramatík og Úkraína komið áfram. Artem Dovbyk has scored his first ever goal for #UKR And what a moment to get it. 😱 pic.twitter.com/8qd7ceXcUK— Squawka Football (@Squawka) June 29, 2021 Úkraína mætir því Englandi í átta liða úrslitunum í Róm á laugardaginn. EM 2020 í fótbolta
Úkraína er komið í átta liða úrslit Evrópumótsins eftir 2-1 dramatískan sigur á Svíþjóð. Sigurmarkið kom í uppbótartíma framlengingarinnar. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það voru hins vegar Úkraínumenn sem náðu forystunni á 27. mínútu á Hampden Park í Skotlandi. Eftir frábæran undirbúning Andriy Yarmolenko fékk Englandsmeistarinn Oleksandr Zinchenko boltann og kom boltanum í netið. Frábær afgreiðsla. Svíarnir náðu hins vegar að jafna metin fyrir hlé er skot Emil Forsberg fór af varnarmanni í netið. Markið kom á markamínútunni, þeirri 43. og staðan jöfn í hléi. Úkraínumenn voru nálægt því að komast yfir á tíundu mínútu síðari hálfleiks er Serhiy Sydorchuk skaut í stöngina. Í næstu sókn var það svo komið að Svíum að skjóta í stöngina en þeir geystust upp og markaskorarinn Emil Forsberg skaut í stöng. Forsberg var ekki hættur. Á 69. mínútu þrumaði hann svo boltanum í slá eftir glæsilegan sprett og Svíarnir færðust nær og nær. Þeir náðu þó ekki að skora það sem eftir lifði venjulegs leiktíma og heldur ekki Úkraínumenn. Því þurfti að framlengja. Svíarnir misstu mann af velli á 98. mínútu eftir glæfralega tæklingu Marcus Danielsson. Dómarinn fór í VARsjánna og sendi hann í bað. Það virtist ekkert mark ætla vera skorað í framlengingunni en á 121. mínútu skoraði Artem Dovbyk sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf. Rosaleg dramatík og Úkraína komið áfram. Artem Dovbyk has scored his first ever goal for #UKR And what a moment to get it. 😱 pic.twitter.com/8qd7ceXcUK— Squawka Football (@Squawka) June 29, 2021 Úkraína mætir því Englandi í átta liða úrslitunum í Róm á laugardaginn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti