„Skilaðu hjólinu!“: Mættu fylktu liði að heimili manns sem hafði í hótunum Snorri Másson skrifar 29. júní 2021 20:00 Bjartmari Leóssyni, sem er orðinn þekktur sem hjólahvíslarinn, var nóg boðið á dögunum þegar honum var hótað ofbeldi fyrir að gera reiðhjólaþjófum í Reykjavík lífið leitt. Hann fór heim til mannsins sem hafði hótað honum, en ekki til þess að fara fram með ofbeldi. Stöð 2/Egill Bjartmar Leósson tók málin í eigin hendur á dögunum þegar hjólaþjófar voru farnir að hóta honum fyrir að sinna sínu starfi. Hjólahvíslarinn stendur í ströngu núna í því sem kallað hefur verið hjólaþjófnaðarfaraldri. Bjartmar hefur verið að bjarga reiðhjólum um árabil og átt í margvíslegum erfiðum viðureignum í þeim erindagjörðum. Steininn tók úr þegar honum bárust hótanir og hann ákvað að safna liði. „Ég fékk 18 manns í lið með mér, við mættum heim til hans, ég veit að það á að henda honum út þannig að ég var ekki feiminn við að blasta addressunni. Ég tók það mjög skýrt fram að þetta var ekki eitthvað ofbeldistengt, heldur ætlum við að sýna samstöðu. Við ætlum að sýna að nú er bara komið að okkur.“ Fjallað var um atvikið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér að neðan má horfa á viðtalið við Bjartmar í heild sinni: Ekki kom til átaka á vettvangi en samkoman var til marks um mikla samstöðu í Facebook-hóp Bjartmars, þar sem fólk hjálpast að við að finna stolin hjól og fyrirbyggja þjófnað. Ljóst er að eftir því sem fleiri eignast dýr hjól, verður krafan æ ríkari um öryggi tækjanna. Ekki tókst þó að endurheimta hjólið í aðgerðinni og segir Bjartmar ljóst að því hafi verið komið í burtu. Þjófnaðinum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Gríðarleg virkni er í hópnum, sem telur þegar á níunda þúsund meðlima. Færslur frá Bjartmari, sem er þar óskoraður leiðtogi, fá oft hátt í 1.000 læk og fólk gengur svo langt að vilja fjármagna störf Bjartmars, sem hefur sjálfur bjargað verðmætum fyrir fleiri milljónir. Bjartmar segir að breyting sé að eiga sér stað í viðhorfum gagnvart hjólaþjófnaði. „Ef þú stelur bíl þykir það mjög alvarlegt mál. Hjólin eru bara komin að miklu leyti til jafns við bíl. Eins mikla samúð og ég hef með fólkinu sem er hvað mest í þessu eru þetta auðvitað alvarlegir hlutir sem það er að gera og fólk þarf að vita að því verður ekkert tekið þegjandi og hljóðalaust.” Stöð 2/Egill Tekur málin í eigin hendur, en ekki lögin Lögreglan hefur lengi legið undir ámæli fyrir að bregðast hlutverki sínu í þessum málum en borgaryfirvöld hafa þó gefið til kynna að áform séu uppi um að bregðast við vandanum. Á sama tíma er sagt frá því að gámar finnist á leið úr landi með 160 hjólum. Í Facebook-hópnum er talað fullum fetum um þjófnaðarfaraldur. „Fólk segir að ég sé að taka lögin í eigin hendur en ég vil frekar nota orðin að ég sé að taka málin í eigin hendur, vegna þess að það er enginn að sinna þessu sem skyldi.“ Margir þeirra sem eru verst staddir í fíkniefnaneyslu í Reykjavík ganga að sögn Bjartmars um með klippur til þess að stela hjólum. Hann telur að ásamt því sem gæta þarf betur að öryggismálum reiðhjóla, þurfi að finna betri skaðaminnkunarúrræði fyrir þennan illa stadda hóp, sem sagt ráðast að rót vandans. Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38 Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Lögreglumaður bað Bjartmar Leósson um að „hætta þessu hjólarugli“. 23. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Bjartmar hefur verið að bjarga reiðhjólum um árabil og átt í margvíslegum erfiðum viðureignum í þeim erindagjörðum. Steininn tók úr þegar honum bárust hótanir og hann ákvað að safna liði. „Ég fékk 18 manns í lið með mér, við mættum heim til hans, ég veit að það á að henda honum út þannig að ég var ekki feiminn við að blasta addressunni. Ég tók það mjög skýrt fram að þetta var ekki eitthvað ofbeldistengt, heldur ætlum við að sýna samstöðu. Við ætlum að sýna að nú er bara komið að okkur.“ Fjallað var um atvikið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér að neðan má horfa á viðtalið við Bjartmar í heild sinni: Ekki kom til átaka á vettvangi en samkoman var til marks um mikla samstöðu í Facebook-hóp Bjartmars, þar sem fólk hjálpast að við að finna stolin hjól og fyrirbyggja þjófnað. Ljóst er að eftir því sem fleiri eignast dýr hjól, verður krafan æ ríkari um öryggi tækjanna. Ekki tókst þó að endurheimta hjólið í aðgerðinni og segir Bjartmar ljóst að því hafi verið komið í burtu. Þjófnaðinum verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust Gríðarleg virkni er í hópnum, sem telur þegar á níunda þúsund meðlima. Færslur frá Bjartmari, sem er þar óskoraður leiðtogi, fá oft hátt í 1.000 læk og fólk gengur svo langt að vilja fjármagna störf Bjartmars, sem hefur sjálfur bjargað verðmætum fyrir fleiri milljónir. Bjartmar segir að breyting sé að eiga sér stað í viðhorfum gagnvart hjólaþjófnaði. „Ef þú stelur bíl þykir það mjög alvarlegt mál. Hjólin eru bara komin að miklu leyti til jafns við bíl. Eins mikla samúð og ég hef með fólkinu sem er hvað mest í þessu eru þetta auðvitað alvarlegir hlutir sem það er að gera og fólk þarf að vita að því verður ekkert tekið þegjandi og hljóðalaust.” Stöð 2/Egill Tekur málin í eigin hendur, en ekki lögin Lögreglan hefur lengi legið undir ámæli fyrir að bregðast hlutverki sínu í þessum málum en borgaryfirvöld hafa þó gefið til kynna að áform séu uppi um að bregðast við vandanum. Á sama tíma er sagt frá því að gámar finnist á leið úr landi með 160 hjólum. Í Facebook-hópnum er talað fullum fetum um þjófnaðarfaraldur. „Fólk segir að ég sé að taka lögin í eigin hendur en ég vil frekar nota orðin að ég sé að taka málin í eigin hendur, vegna þess að það er enginn að sinna þessu sem skyldi.“ Margir þeirra sem eru verst staddir í fíkniefnaneyslu í Reykjavík ganga að sögn Bjartmars um með klippur til þess að stela hjólum. Hann telur að ásamt því sem gæta þarf betur að öryggismálum reiðhjóla, þurfi að finna betri skaðaminnkunarúrræði fyrir þennan illa stadda hóp, sem sagt ráðast að rót vandans.
Hjólreiðar Reykjavík Tengdar fréttir Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38 Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Lögreglumaður bað Bjartmar Leósson um að „hætta þessu hjólarugli“. 23. nóvember 2020 16:20 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. 25. júní 2021 13:38
Hjólahvíslarinn hvekktur eftir torkennileg tilmæli frá lögreglu Lögreglumaður bað Bjartmar Leósson um að „hætta þessu hjólarugli“. 23. nóvember 2020 16:20