Foreldrar stjarnanna rifust eftir tap Frakka Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 08:34 Paul Pogba og Adrien Rabiot hafa ef til vill skammast sín fyrir framferði fjölskyldumeðlima á mánudagskvöldið. Getty/Marcio Machado Fjölskyldur Pauls Pogba og Kylians Mbappé fengu að heyra það í stúkunni á leik Frakklands og Sviss í Búkarest á mánudagskvöld, þegar Frakkar féllu úr leik á EM. Móðir liðsfélaga þeirra reifst og skammaðist. Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira