Ætla að bjóða upp á besta kaffibollann í Kvosinni Árni Sæberg skrifar 4. júlí 2021 08:01 Ólafur Örn Ólafsson er einn eigenda Kaffi Ó-le. Kaffi Ó-le Stefnt er að opnun kaffihússins Kaffi Ó-le í Hafnarstræti 11. Vísir ræddi við Ólaf Örn Ólafsson, einn þeirra sem standa að staðnum. Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Fyrsta mál á dagskrá var að spyrja Ólaf út í nafngift staðarins en hann heitir því óvenjulega nafnið Kaffi Ó-le. Halda mætti að um væri að ræða kaffihús með spænsku ívafi eða að nafnið væri vísun í Óla sjálfan. Svo er alls ekki enda er nafnið vísun í hina goðsagnarkenndu menningarstofnun Café Au Lait sem var til húsa í Hafnarstræti 11. Hver ykkar muna eftir Café Au Lait í Hafnarstræti?— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) June 28, 2021 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ólafur og félagar opna veitingastað hvers nafn vísar í nafn fyrirrennara síns. Þeir reka fyrir Vínstúkuna Tíu Sopa þar sem áður mátti gæða sér á kaffi og með því á Tíu Dropum. Ólafur frábiður sér ásakanir um að nafn staðarins vísi í hans eigið nafn. Hann játar þó að hafa verið kallaður Óli Au Lait í ákveðnum kreðsum í „níunni“ en hann var einn eigenda Café Au Lait á tíunda áratugnum. Kaffi frá handverkskaffibrennslu Kaffibrennslan Kaffibrugghúsið mun sjá Kaffi Ó-le fyrir öllu kaffi. Kaffibrugghúsið hefur brennt kaffi frá árinu 2017 við góðan hróður. Sonja Grant, einn helsti kaffisérfræðingur landsins, ræður ríkjum í Kaffibrugghúsinu. Ólafur segir kaffið frá brugghúsinu vera það besta sem fæst á landinu. Espressovélin frá Dalla Corte er forkunnarfögur.Kaffi Ó-le Ekkert var sparað til þegar búnaður var keyptur inn á nýja kaffihúsið. Til dæmis var flutt til landsins espressovél frá Dalla Corte frá Ítalíu. Ólafur fullyrðir að um sé að ræða fullkomnustu og fallegustu kaffivél sem flutt hefur verið til landsins. Tom Byrne, sem áður var innsti koppur í búri hjá Reykjavík Roasters, verður aðalkaffibarþjónn Kaffi Ó-le. Hann mun galdra fram kaffi í stíl hinnar svokölluðu þriðju bylgju kaffis. Mikil áhersla verður lögð á gott espresso sem og hæga uppáhellingu. Þá verður boðið upp á kaldbruggað kaffi þegar eða ef hlýna fer í veðri. Tom Byrne mun leika listir sínar með bros á vör. Kaffi Ó-le Þá verður einnig boðið upp á samlokur á Kaffi Ó-le en mikil áhersla verður lögð á hraða afgreiðslu og því verða samlokurnar smurðar fyrir fram. Samlokurnar verða á japönsku mjólkurbrauði og fylltar með alls kyns áleggi. Ekki enduropnun á Café Au Lait Ólafur segir að ætlunin sé alls ekki að skapa sömu stemningu og var á gamla Café Au lait, enda sé það barn síns tíma. Ekki verður boðið upp á áfengi og opnunartími verður frá átta að morgni til fimm í eftirmiðdaginn. Stefnt er að því að opna staðinn í komandi viku en svokölluð „soft opening“ var fyrr í þessari viku og gekk vel.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira