Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 17:22 Við Glerárstíflu í gær. aðsend Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. „Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend
Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira