Fagnaði frammistöðu Katrínar Tönju eins og þau hefðu unnið Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 08:31 Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér komin í NOBULL keppnistreyjuna sem hún verður í á heimsleikunum í CrossFit í lok þessa mánaðar. Instagram/@katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok mánaðarins og ein af þeim sem vonast hvað mest til að það verði áhorfendur í stúkunni er íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi. CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Katrín Tanja er mikil keppnismanneskja og mikil stemmningsmanneskja en það sannaði hún enn og einu sinni í undanúrslitamótinu á dögunum. Ben Bergeron, þjálfari hennar, sagði frá sinni upplifun af frammistöðu íslenska heimsmeistarans í baráttu hennar fyrir sæti á heimsleikunum í CrossFit. Katrín Tanja lagði grunninn að því að vinna sér inn sæti á heimsleikunum með því að vinna fjórðu greinina á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín endaði í þriðja sæti í keppninni en fimm efstu tryggðu sig inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by CompTrain (@comptrain.co) Þessi fjórða æfing var snörun með stighækkandi þyngdir. Fyrst tíu endurtekningar með þremur mismunandi þyngdum (39 kg, 57kg, 66 kg) og loks eins margar endurtekningar og þú getur með mestu þyngdinni sem var 75 kíló. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, lýsti því hvernig silfurkona síðustu heimsleika tókst að vinna þessa lyftingagrein með frábærri frammistöðu. „Katrín hafði prófað þessa æfingu fyrir keppnina og stóð sig mjög vel með því að ná sextán endurtekningum í lokahlutanum sem hefði skilað henni fimmta sæti. Í keppninni náði hún aftur á móti 21 endurtekningu og vann greinina,“ skrifaði Ben Bergeron á Comptrain síðuna. „Katrín þakkaði andrúmsloftinu í salnum fyrir hversu vel hún stóð sig og að af hverju hún náði þessum fimm aukaendurtekningum. Þegar hún byrjaði þessa fjórðu æfingu þá höfðu fimmtíu manns náð að troða sér inn í CFNE salinn til að horfa á hana og hvetja hana áfram. Þau bjuggu til rafmagnaða stemmningu,“ skrifaði Ben. View this post on Instagram A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) „Í lokin þá taldi allur hópurinn endurtekningar hennar upphátt og það gerðu allir sem einn. Kat líkti andrúmsloftinu við stemmninguna sem myndast á tennisvellinum í Stubhub Center þar sem heimsleikarnir voru haldir á árunum 2012 til 2016,“ skrifaði Ben. „Að vera inn á tennisvellinum er eins og vera í ljónagryfju, Fólkið var fyrir ofan þig og þegar þau öskruðu þá fékk ég fiðring í allan líkamann, aukaorku og mér fannst ég geta gert allt. Ég fann líka fyrir þessu hérna,“ er haft eftir Katrínu Tönju. „Katrín vann þessa grein með því að gera eina endurtekningu meira en sú sem var næst henni en það var Jacqueline Dahlström. Katrín hafi sjö sekúndur til að ná þessari síðustu endurtekningu. Hún fann ekki fyrir líkama sínum á þeim tímapunkti en áhorfendurnir sannfærðu hana um að reyna einu sinni enn,“ skrifaði Ben. „Þegar hún kom slánni upp þá misstu sig allir í salnum. Fremstur í flokki var æfingafélagi hennar Chandler Smith sem bauð upp á mikið öskur og gaf öllum tvöfalda fimmu eins og liðið hans hefði unnið Super Bowl,“ skrifaði Ben. „Það er hægt að búa til orku og það er hægt að færa hana áfram. Þau gáfu mér orkuna sína,“ er haft eftir Katrínu Tönju. Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í Madison í Wisconsin fylki og hefjast 27. júlí næstkomandi.
CrossFit Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð