Ásakendur Cosby slegnir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2021 10:49 Bill Cosby, sem nú er 83 ára gamall, var sigurreifur þegar hann sneri heim til sín úr fangelsi í gær. AP/Matt Slocum Mikið reiði og undran hefur brotist út eftir að Bill Cosby var sleppt úr fangelsi eftir að sakfelling hans fyrir kynferðisbrot var ógilt í gær. Konur sem báru hann sökum segjast slegnar yfir niðurstöðunni. Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Hæstiréttur Pennsylvaníu ógilti þriggja til tíu ára fangelsisdóm sem Cosby hlaut fyrir að byrla Andreu Constand ólyfjan og misnota hana kynferðislega í gær. Töldu dómarar að saksóknarinn sem sótti málið hafi verið bundinn af samkomulagi sem forveri hans gerði við Cosby um að hann yrði ekki sóttur til saka. Cosby var sleppt úr fangelsi strax í dag en hann hefur afplánað um þrjú ár af fangelsisdómnum. Hélt hann sigurmerki á lofti fyrir framan fréttamenn þegar hann kom heim til sín í Fíladelfíu, að sögn AP-fréttastofunnar. Tugir kvenna hafa opinberlega sakað Cosby um að misnota sig. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir að brjóta gegn Constand, fyrrverandi körfuboltakonu, árið 2004. Constand og lögmenn hennar sögðu niðurstöðuna vonbrigði og að þau óttuðust að hún gæti fælt konur sem hafa verið fórnarlömb kynferðisofbeldis að stíga fram og krefjast réttlætis. Patricia Leary Steuer, önnur kona sem sakar Cosby um ofbeldi, sagði CNN að niðurstaðan í gær fengi hana til að efast um hver tilgangurinn hafi verið með þeim raunum sem hún og fjölskylda hennar hafi má þola vegna málsins. „Ég er furðu lostin, ég er í áfalli og maginn minn er í hnút,“ sagði Janice Baker-Kinney sem sakaði Cosby um að byrla sér lyf og nauðga sér á 9. áratug síðustu aldar. Ekki eru allir óánægðir með dóminn. Phylicia Rashad, sem lék eiginkonu persónu Cosby í þáttunum „Fyrirmyndarföður“ (e. Cosby Show), fagnaði á samfélagsmiðlinum Instagram. „Loksins!!! Það hefur verið rétt úr hræðilegu óréttlæti, réttarmorð hefur verið snúið við,“ skrifaði Rashad.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Dómurinn yfir Bill Cosby ógiltur Hæstiréttur Pensylvaníu í Bandaríkjunum hefur ógilt kynferðisbrotadóminn yfir leikaranum Bill Cosby. Dómstóllinn komst að þessari niðurstöðu vegna tæknilegs atriðis sem ekki taldist samræmast reglum dómstólanna í ríkinu. 30. júní 2021 17:14