Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 10:31 Romelu Lukaku er búinn að kveðja Cristiano Ronaldo og ætlar sér að senda Ítali í sumarfrí í kvöld. EPA-EFE/Lluis Gene Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira
Framganga Lukaku í kvöld gæti þó oltið að talsverðu leyti á því hvort Kevin De Bruyne og Eden Hazard geti eitthvað beitt sér. Þeir meiddust báðir í sigri Belgíu gegn Portúgal svo þeim sigri fylgdi einnig mikið áfall fyrir Belga. Hvorugur æfði í gær og nær útilokað er talið að Hazard spili í kvöld en De Bruyne gæti komið við sögu. Leikur Belgíu og Ítalíu hefst kl. 19 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Klukkan 16 mætast Spánn og Sviss í fyrsta leik 8-liða úrslitanna, einnig á Stöð 2 EM. Á morgun eru svo leikir Tékklands og Danmerkur, og Úkraínu og Englands. Belgía og Ítalía hafa verið býsna sannfærandi það sem af er móti en Ítalir þurftu þó framlengingu til að slá Austurríki út í 16-liða úrslitum. Seint í framlengingunni fékk Ítalía á sig eina markið sem mótherjar liðsins hafa skorað í síðustu tólf leikjum. Liðið hefur unnið alla þessa leiki og þeir Federico Chiesa og Matteo Pessina höfðu komið Ítölum í 2-0 í framlengingunni gegn Austurríki, áður en Donnarumma þurfti loksins að sækja boltann í eigið mark. Skorar alltaf gegn Donnarumma Donnarumma þekkir það hins vegar fullvel að sækja boltann í netið eftir mörk frá Lukaku. Belgíski framherjinn hefur nefnilega skorað í öllum fjórum Mílanó-slögum sínum með Inter. Lukaku hefur lengi verið nánast óstöðvandi með belgíska landsliðinu og skorað 46 mörk í síðustu 45 landsleikjum, og alls 63 mörk í 97 landsleikjum auk þess að eiga 14 stoðsendingar. Hann hefur einnig verið stórkostlegur fyrir Inter og skoraði 24 mörk og lagði upp tíu í vetur. Romelu Lukaku hefur gengið vel að skora framhjá Gianluigi Donnarumma í leikjum Mílanóliðanna Inter og AC Milan.Getty/Marco Luzzani Lukaku kom eins og stormsveipur inn í ítalska boltann fyrir tveimur árum, eftir að hafa valdið nokkrum vonbrigðum hjá Manchester United. Eftir að hafa leitt Inter að langþráðum Ítalíumeistaratitli í vor var hann útnefndur mikilvægasti leikmaður ítölsku A-deildarinnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti mótherja Lukaku í kvöld spilar. „Hann er frábær framherji,“ segir Francesco Acerbi, varnarmaður Ítalíu. „Hann hefur haft mikil áhrif á ítölsku deildina rétt eins og hjá Belgíu. Ef að maður gefur honum pláss þá skorar hann. Maður þarf alltaf að hafa kveikt á sér og getur ekki leyft honum neitt. En ég hef stoppað hann áður,“ segir Acerbi sem ásamt félögum sínum í Lazio hefur þrívegis mætt Lukaku án þess að fá á sig mark. Belginn skoraði hins vegar tvö í 3-1 sigri síðast þegar þeir mættust. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Sjá meira