Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Snorri Másson skrifar 3. júlí 2021 09:41 Elsa Jónsdóttir og Björn Loki Björnsson eru alsæl með fyrirhugað reif í Fúski í Gufunesi á laugardaginn. Það er það sem hefur vantað í íslenskt næturlíf, segir Elsa. Rafael Campos de Pinho Takmarkalaus skemmtun í landi án takmarkana, það er auðvitað í hæsta máta viðeigandi. Það er á dagskrá í Gufunesi í Grafarvogi í dag, þar sem rave hefst klukkan þrjú. Og stendur í tólf klukkustundir. Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun. Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Orðabókin býður ekki upp á betra þýðingu á rave-i en „fjörug samkoma.“ Það verður því ekki hjá því komist að nota enska orðið, sem er auðvitað sögulega hlaðið af byltingaranda, mystík og eiturlyfjum. En það er þá vísast að bíta höfuðið af skömminni og styðjast við íslenskan rithátt. Vöruskemman er tilvalinn staður fyrir almennilegt reif, segir Elsa.Instagram Elsa Jónsdóttir er ein ábyrgðaraðila fyrir reifinu. Hún lýsir því sem tólf tíma teknóveislu, danspartíi, en um leið opnunarhófi Fúsks. Gamla skemman sem er tekin undir reifið ber þann virðulega titil Fúsk og er í raun að verða ansi virðulegt listastúdíó á breiðu sviði, höfuðvígi fjölbreytts kollektífs. „Aðaltilgangurinn hérna er að verða listamannastúdíó en við verðum líka með alls konar viðburði. Þetta er fyrsti viðburðurinn. Það er náttúrulega bara reif,“ segir Elsa í samtali við Vísi. Það sem vantar í íslensku næturlífi Fúsk er 1.200 fermetra vöruskemma í Gufunesi, rétt hjá risastúdíó-i Reykjavík Studios. Tilskilin leyfi eru í höfn og fögnuðurinn stendur til þrjú í nótt. Það er allt til alls: Matur, fjölbreytt rými, stórt dansgólf, útisvæði, bar, skúlptúrar og speglaherbergi og innsetningar á smíðaverkstæði. Leikvöllur fyrir fullorðna, segir Elsa, og mikill kærleikur. „Þetta er eitthvað sem okkur hefur fundist vanta. Í gegnum faraldurinn var fólk að halda bara eigin partí og þetta er innblásið af því. Það vantar almennilegan dansklúbb í Reykjavík og svona rými geta komið til móts við það,“ segir Elsa. Fúsk, sem er gömul vöruskemma á iðnaðarsvæði í Grafarvogi, gengur í endurnýjun lífdaga nú eftir heimsfaraldur.Fúsk Miðasalan er í fullum gangi en staðarhaldarar gera þó ráð fyrir að eiga miða til að selja í hurðinni. Elsa Jónsdóttir stendur að verkefninu ásamt samstarfsmönnum sínum Birni Loka Björnssyni og Sigmari Frey Eggertssyni. Fúsk á að verða skapandi miðstöð og í kringum hana er samfélag listamanna í gerjun.
Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01 „Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00 Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08 Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Segir órökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma Borgarstjóri telur ekki rökrétt að gefa skemmtistöðum frjálsan opnunartíma, líkt og kallað hefur verið eftir. Hins vegar sé eðlilegt að taka samtalið og stuðla betur að því að skemmtanalífið dreifist betur yfir nóttina. 27. júní 2021 19:01
„Ég held að í frelsinu geti falist margar lausnir“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir umræðu um frjálsan opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavík og óttast að í faraldrinum hafi skapast jarðvegur fyrir stjórnlyndi hér á landi. 27. júní 2021 13:00
Öllu aflétt innanlands á miðnætti Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld. 25. júní 2021 11:08