Rifjar upp leikinn í Nice: Lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júlí 2021 07:01 Aron Einar Gunnarsson í baráttunni við Jack Wilshere, við hvern Tómas Þór stendur í þakkarskuld, á EM 2016. Getty Images/Dan Mullan Tómas Þór Þórðarson var gestur EM í dag í gærkvöld þar sem hann rifjaði upp sína helstu EM-minningu líkt og hefð er fyrir. Hugur hans leitaði til leiks Íslands og Englands á EM 2016. Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Tómas Þór vann sem blaðamaður í kringum mótið 2016 og datt ekki í hug að Ísland myndi mæta Englandi á mótinu. Hann fór því á leik Englands og Slóvakíu til að sjá enska liðið spila. „Ég var svo heppinn að eiga persónulegt augnablik frá EM 2016 þar sem ég var að elta strákana okkar sem blaðamaður. Auðvitað er búið að segja margar hliðar frá þessum Englandsleik en þetta augnablik sem ég og Elvar Geir [Magnússon, ritstjóri Fótbolti.net] sálufélagi minn eigum í stúkunni í Hreiðrinu í Nice á sínum tíma finnst mér kristalla hvar England var og hvar England er.“ „Þetta er litla sagan af Jack Wilshere. Hann er valinn í hópinn 2016, hafði bara spilað 100 mínútur alla ensku úrvalsdeildina, og eins og þú veist Gummi þá er hann eini leikmaðurinn sem varð alltaf betri þegar hann var meiddur, eftir því sem hann var meira meiddur, varð hann alltaf betri og betri og betri.“ sagði Tómas Þór. „Svona svipað og Gummi,“ skaut Björn Hlynur Haraldsson, leikari, þá inn í. „Okkur datt ekki í hug að við myndum nokkurn tíma mæta þeim, svo við fórum sjö saman á England - Slóvakía þar sem þeir gerðu 0-0 jafntefli og gátu ekki neitt. Jack Wilshere var svo lélegur að ég hef aldrei séð annað eins, hann var ömurlegur í þessum leik.“ Svo var komið að leiknum, milli Íslands og Englands, nokkrum dögum síðar. „Svo vorum við 2-1 yfir í hálfleik. Svarið hans Roy Hodgson til að komast í gegnum íslenska múrinn sem Lalli og Heimir höfðu byggt, er Jack Wilshere. Ég man að ég og Elvar litum í augun á hvorum öðrum, en ég vildi bara ekki skrifa þetta á einhvern opinberan miðil þá, en við vissum að við myndum vinna þennan leik.“ „Þeir höfðu ekki lifandi hugmynd hvað þeir voru að gera greyið mennirnir. Þetta er bara einhver lélegasti leikmaður sem ég hef séð spila á stórmóti.“ sagði Tómas Þór og bætti við: „En ég er ekkert að kenna honum um þetta en mér fannst þetta bara svo kristala hvar þeir voru. Enda mætti hann bara á næsta blaðamannafund og sagði takk fyrir mig og bless. En upprisa þeirra hefur verið svakaleg og kann ég Jack Wilshere bara ævarandi þakkir fyrir að hafa komið inn á þennan völl. Því hann bara gat ekki neitt.“ England mætir Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumótsins klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 EM og hefst upphitun klukkan 18:30. Að neðan má sjá upprifjun Tómasar. Klippa: Tómas Þór EM í dag EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Einu sinni var... EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira