Til rannsóknar lögreglu fyrir að lemja mann sem reyndi að stela Lamborghini-bifreið hans Valur Páll Eiríksson skrifar 4. júlí 2021 23:30 El Shaarawy hefur leikið 29 landsleiki fyrir Ítalíu en komst ekki í EM-hópinn. vísir/getty Ítalinn Stephan El Shaarawy, sem leikur með Roma ítölsku A-deildinni í fótbolta, er undir rannsókn hjá lögreglu fyrir að kýla mann sem reyndi að stela Lamborghini-bifreið hans. Ítalskir miðlar greina frá málinu sem teygir sig aftur í febrúar á þessu ári þegar El Shaarawy var við tölvuleikjaspil ásamt félaga sínum Alessio Cerci, fyrrum leikmanns Roma, í setri þess síðarnefnda. Þrítugur maður frá Síle á þá að hafa brotið rúðu í Lamborghini bifreið El Shaarawy og ætlað að keyra á brott. El Shaarawy varð var við það, stökk út og hljóp manninn uppi þegar hann flúði af vettvangi, tók hann niður og hélt honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Þjófurinn var dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir tilraun sína en hann hefur nú kvartað undan framgangi fótboltamannsins, og eru yfirvöld með málið til skoðunar. El Shaarawy mun mæta í skýrslutöku vegna málsins í vikunni. El Shaarawy er 28 ára gamall og sneri heim til Roma frá Shanghai Shenhua í Kína þar sem hann var á gríðarháum launum í tvö ár en spilaði aðeins 28 leiki. Hann sprakk út hjá AC Milan fyrir um tíu árum síðan og fór þaðan til Roma 2016 eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Monaco í Frakklandi. Hann lék yfir 100 leiki fyrir Roma áður en hann hélt til Kína. Roma lenti í 7. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra undir stjórn Paulo Fonseca sem var látinn fara. Við af honum tók Portúgalinn José Mourinho. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Ítalskir miðlar greina frá málinu sem teygir sig aftur í febrúar á þessu ári þegar El Shaarawy var við tölvuleikjaspil ásamt félaga sínum Alessio Cerci, fyrrum leikmanns Roma, í setri þess síðarnefnda. Þrítugur maður frá Síle á þá að hafa brotið rúðu í Lamborghini bifreið El Shaarawy og ætlað að keyra á brott. El Shaarawy varð var við það, stökk út og hljóp manninn uppi þegar hann flúði af vettvangi, tók hann niður og hélt honum þar til lögreglumenn komu á staðinn. Þjófurinn var dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir tilraun sína en hann hefur nú kvartað undan framgangi fótboltamannsins, og eru yfirvöld með málið til skoðunar. El Shaarawy mun mæta í skýrslutöku vegna málsins í vikunni. El Shaarawy er 28 ára gamall og sneri heim til Roma frá Shanghai Shenhua í Kína þar sem hann var á gríðarháum launum í tvö ár en spilaði aðeins 28 leiki. Hann sprakk út hjá AC Milan fyrir um tíu árum síðan og fór þaðan til Roma 2016 eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Monaco í Frakklandi. Hann lék yfir 100 leiki fyrir Roma áður en hann hélt til Kína. Roma lenti í 7. sæti ítölsku deildarinnar í fyrra undir stjórn Paulo Fonseca sem var látinn fara. Við af honum tók Portúgalinn José Mourinho. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira