Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 13:01 Hluti þeirra hermanna sem flúðu frá Afganistan til Tadsíkistan. AP/Landamæraeftirlit Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. Talibönum hefur vaxið ásmegin samhliða því að hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins eru að yfirgefa landið. Reuters vitnar í landamæraverði Tadsíkistan sem segja 1.037 hermenn hafa flúið yfir landamæri ríkjanna en Talibanar tóku yfir sex lykilhéruð á landamærum ríkjanna tveggja og Kína. Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, ræddi að Ashraf Ghani, forseta Afganistans, í gær og lýsti yfir áhyggjum af því að hermennirnir hefðu rutt sér leið yfir landamærin. Þá hefur fréttaveitan eftir þjóðaröryggisráðgjafa Afganistans að forsvarsmenn stjórnarhersins ætli sér að gera gagnárás gegn Talibönum í norðri. Frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í apríl að hann ætlaði að flytja bandaríska hermenn heim frá Afganistan hafa Talibanar sótt í sig veðrið víða um landið. Þeir hafa forðast það að ráðast á hermenn NATO en gengið hart fram gegn stjórnarhernum. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan varaði nýverið við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulegri borgarastyrjöld. Talibanar hafa náð tökum á stórum svæðum í norðurhluta landsins en þeim svæðum hefur verið stýrt af stríðsherrum sem hafa stutt Bandaríkin og hjálpuðu til við að velta Talibönum úr sessi í innrás Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 2001. AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni í norðurhluta landsins að til fárra bardaga hafi komið og hermenn hafi að mestu flúið undan sókn Talibana. Þeir hafi yfirgefið stöður sína og sagði viðkomandi að andrúmsloftið meðal hermanna væri mjög þrungið. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök AP segir Talibana hafa náð tökum á um þriðjungi héraða landsins. Sérstaklega á landamærum Afganistan og annarra ríkja í Mið-Asíu. Afganistan Tadsíkistan Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Talibönum hefur vaxið ásmegin samhliða því að hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins eru að yfirgefa landið. Reuters vitnar í landamæraverði Tadsíkistan sem segja 1.037 hermenn hafa flúið yfir landamæri ríkjanna en Talibanar tóku yfir sex lykilhéruð á landamærum ríkjanna tveggja og Kína. Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, ræddi að Ashraf Ghani, forseta Afganistans, í gær og lýsti yfir áhyggjum af því að hermennirnir hefðu rutt sér leið yfir landamærin. Þá hefur fréttaveitan eftir þjóðaröryggisráðgjafa Afganistans að forsvarsmenn stjórnarhersins ætli sér að gera gagnárás gegn Talibönum í norðri. Frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í apríl að hann ætlaði að flytja bandaríska hermenn heim frá Afganistan hafa Talibanar sótt í sig veðrið víða um landið. Þeir hafa forðast það að ráðast á hermenn NATO en gengið hart fram gegn stjórnarhernum. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan varaði nýverið við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulegri borgarastyrjöld. Talibanar hafa náð tökum á stórum svæðum í norðurhluta landsins en þeim svæðum hefur verið stýrt af stríðsherrum sem hafa stutt Bandaríkin og hjálpuðu til við að velta Talibönum úr sessi í innrás Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 2001. AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni í norðurhluta landsins að til fárra bardaga hafi komið og hermenn hafi að mestu flúið undan sókn Talibana. Þeir hafi yfirgefið stöður sína og sagði viðkomandi að andrúmsloftið meðal hermanna væri mjög þrungið. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök AP segir Talibana hafa náð tökum á um þriðjungi héraða landsins. Sérstaklega á landamærum Afganistan og annarra ríkja í Mið-Asíu.
Afganistan Tadsíkistan Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43
Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29
Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56
Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18
Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01