Meira en tvö hundruð mánuðir á milli KR-leikja hjá Elmari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 14:00 Theódór Elmar Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. Hann spilar aftur með KR í kvöld eftir langa bið. EPA/ROBERT GHEMENT Löng bið endar í dag á Dalvíkurvelli í leik KA og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. 19. september 2004 klæddist Theódór Elmar Bjarnason KR-treyjunni í leik á móti Fylki í þá Landsbankadeild karla. Þetta er síðasti leikur hans fyrir KR þar til í kvöld. Theódór Elmar gekk frá samningi sínum við KR í síðustu viku og mun spila fyrsta leikinn sinn með liðinu í kvöld. KR heimsækir þá KA á Dalvík en leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er annar tveggja leikja í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hinn er leikur Víkinga og Skagamanna sem hefst á sama tíma. Endurkoma Theódórs Elmars er sérstök enda orðinn heill knattspyrnuferill síðan hann klæddist síðast svarthvítu KR-treyjunni. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Það verða nefnilega liðin sextán ár, níu mánuðir og sextán dagar síðan hann spilaði síðast með uppeldisfélaginu sínu í efstu deild á Íslandi. Samtals gerir þetta 201 mánuð og sextán daga. Theódór Elmar fór fyrst út í atvinnumennsku til Celtic í Skotlandi en hefur síðan spilað í Noregi, í Svíþjóð, í Danmörku, í Tyrklandi og loks í Grikklandi. Theódór Elmar var aðeins sautján ára gamall þegar hann fór út í atvinnumennsku og snýr nú til baka orðinn 34 ára gamall. Elmar verður væntanlega í kvöld sá leikmaður þar sem hefur beðið lengst á milli leikja fyrir KR í efstu deild. Metið átti Indriði Sigurðsson. Indriði var í burtu í 16 ár, 7 mánuði og 14 daga eða frá því að hann lék með KR út 1999 tímabilið þar til að hann snéri aftur sumarið 2016. Þjálfari Elmars í kvöld, Rúnar Kristinsson, beið líka mjög lengi eftir því að klæðast KR-treyjunni. Rúnar fór út í atvinnumennsku eftir 1994 tímabilið en kom aftur heim sumarið 2007. Alls liðu tólf ár og átta mánuðir milli deildarleikja hans fyrir KR. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
19. september 2004 klæddist Theódór Elmar Bjarnason KR-treyjunni í leik á móti Fylki í þá Landsbankadeild karla. Þetta er síðasti leikur hans fyrir KR þar til í kvöld. Theódór Elmar gekk frá samningi sínum við KR í síðustu viku og mun spila fyrsta leikinn sinn með liðinu í kvöld. KR heimsækir þá KA á Dalvík en leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er annar tveggja leikja í Pepsi Max deild karla í kvöld. Hinn er leikur Víkinga og Skagamanna sem hefst á sama tíma. Endurkoma Theódórs Elmars er sérstök enda orðinn heill knattspyrnuferill síðan hann klæddist síðast svarthvítu KR-treyjunni. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Það verða nefnilega liðin sextán ár, níu mánuðir og sextán dagar síðan hann spilaði síðast með uppeldisfélaginu sínu í efstu deild á Íslandi. Samtals gerir þetta 201 mánuð og sextán daga. Theódór Elmar fór fyrst út í atvinnumennsku til Celtic í Skotlandi en hefur síðan spilað í Noregi, í Svíþjóð, í Danmörku, í Tyrklandi og loks í Grikklandi. Theódór Elmar var aðeins sautján ára gamall þegar hann fór út í atvinnumennsku og snýr nú til baka orðinn 34 ára gamall. Elmar verður væntanlega í kvöld sá leikmaður þar sem hefur beðið lengst á milli leikja fyrir KR í efstu deild. Metið átti Indriði Sigurðsson. Indriði var í burtu í 16 ár, 7 mánuði og 14 daga eða frá því að hann lék með KR út 1999 tímabilið þar til að hann snéri aftur sumarið 2016. Þjálfari Elmars í kvöld, Rúnar Kristinsson, beið líka mjög lengi eftir því að klæðast KR-treyjunni. Rúnar fór út í atvinnumennsku eftir 1994 tímabilið en kom aftur heim sumarið 2007. Alls liðu tólf ár og átta mánuðir milli deildarleikja hans fyrir KR. View this post on Instagram A post shared by KR Reykjavi k (@krreykjavik1899) Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Körfubolti „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Handbolti „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ Körfubolti Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Körfubolti Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti