Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2021 22:00 Holur voru boraðar í þá veggi sem stóðu eftir og sprengiefni komið fyrir til að jafna leifarnar við jörðu. AP/Al Diaz Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. Leitarflokkar fundu líkin þrjú á svæði sem hafði áður verið óaðgengilegt. Leifar byggingarinnar voru jafnaðar við jörðu í gær en áður var talið óöruggt að leita á umræddu svæði vegna óstöðugleika þeirra álma sem eftir stóðu. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfaranótt laugardagsins 24. júní. Ákveðið var að flýta niðurrifi byggingarinnar vegna hitabeltisstormsins Elsu sem stefnir nú á strendur Flórída og einnig til að stækka mögulegt leitarsvæði. Var gert hlé á björgunaraðgerðum vegna þessa en upphaflega stóð til að niðurrif færi fram seint í júlí. Niðurrifið í gær gekk sem skyldi og féll byggingin ekki á eldri rústir. Í kjölfarið var leitarflokkum leyft að hefja leit á ný, að því er fram kemur í frétt ABC. Fjölmargir hafa gefið upp alla von um að finna ástvini sína á lífi undir rústunum. AP/Carl Juste Reikna með að finna fleiri Að sögn Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, má líklega finna mörg svefnherbergi í þeim hluta sem áður var óaðgengilegur leitar- og björgunarliði. Fjölmargir íbúar voru sofandi þegar hörmungarnar áttu sér stað um miðja nótt. Verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telja mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfesti við New York Times að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Leitarflokkar fundu líkin þrjú á svæði sem hafði áður verið óaðgengilegt. Leifar byggingarinnar voru jafnaðar við jörðu í gær en áður var talið óöruggt að leita á umræddu svæði vegna óstöðugleika þeirra álma sem eftir stóðu. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfaranótt laugardagsins 24. júní. Ákveðið var að flýta niðurrifi byggingarinnar vegna hitabeltisstormsins Elsu sem stefnir nú á strendur Flórída og einnig til að stækka mögulegt leitarsvæði. Var gert hlé á björgunaraðgerðum vegna þessa en upphaflega stóð til að niðurrif færi fram seint í júlí. Niðurrifið í gær gekk sem skyldi og féll byggingin ekki á eldri rústir. Í kjölfarið var leitarflokkum leyft að hefja leit á ný, að því er fram kemur í frétt ABC. Fjölmargir hafa gefið upp alla von um að finna ástvini sína á lífi undir rústunum. AP/Carl Juste Reikna með að finna fleiri Að sögn Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, má líklega finna mörg svefnherbergi í þeim hluta sem áður var óaðgengilegur leitar- og björgunarliði. Fjölmargir íbúar voru sofandi þegar hörmungarnar áttu sér stað um miðja nótt. Verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telja mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfesti við New York Times að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01
Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43