Kolbeinn spenntur fyrir komu hins þaulreynda Marcus Berg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 20:31 Kolbeinn Sigþórsson, framherji Gautaborgar í Svíþjóð og íslenska landsliðsins. fotbollskanalen.se Samherji Kolbeins Sigþórssonar hjá IFK Gautaborg segir hann einn besta framherja sænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann er meiðslalaus. Sænski landsliðsframherjinn Marcus Berg mun ganga til liðs við félagið á næstunni og gæti sæti Kolbeins í byrjunarliðinu verið í hættu. „Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Fyrir mér er hann besti framherji í deildinni. Þegar hann er heill heilsu eru fáir betri hann. Hann átti mjög góðan leik í dag,“ sagði Tobias Sana við Fotbollskanalen eftir leikinn gegn Elfsborg. Kolbeinn átti fínan leik þó hann hafi ekki skorað, hann fiskaði vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór því miður forgörðum og þá hefði hann að öllum líkindum jafnað metin undir leiks hefði markvörður Gautaborgar ekki þvælst fyrir honum. Kolbeinn meiddist á undirbúningstímabilinu en er hægt og rólega að komast í sitt gamla form. „Ég er alltaf að færast nær og nær. Ég held að ég sé ekki enn 100 prósent en mér líður eins og ég geti gefið meira af mér. Því betra formi sem ég er í, því betri færi kemst ég. Þetta er enn í vinnslu og ég reyni að vinna eins og ég get fyrir liðið. Ég tel það ganga ágætlega, við þurfum samt að bæta okkur og ná í fleiri stig,“ sagði Kolbeinn sjálfur. „Ef við hefðum nýtt vítaspyrnuna hefði þetta verið allt annar leikur. Elfsborg gerði vel i að nýta færið sem þeir fengu,“ bætti hann við áður en hann hrósaði Mikael Stahre, nýráðnum þjálfara liðsins. Straff till IFK Göteborg! pic.twitter.com/OplL65Jg7x— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 Vilken räddning! Tim Rönning räddar Sanas straff pic.twitter.com/SBAlKrc4qZ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) July 5, 2021 „Mér líður eins og Micke hafi rifið okkur upp. Fengið okkur til að hlaupa meira, pressa betur og berjast af meiri krafti. Við sjáum nú að við getum hlaupið yfir mótherja okkar. Auðvitað var þetta fyrsti leikurinn undir hans stjórn en ég tel frammistöðuna lofa góðu. Til að vinna leiki þarftu að vera skynsamur og nýta færin sem þú færð, því við fengum færi.“ Landsliðsframherji Svíþjóðar á heimleið Reynsluboltinn Marcus Berg mun ganga til liðs við Gautaborg í sumar eftir fjölda ára erlendis. Hefur hann leikið með Groningen, Hamburger, PSV, Panathinaikos, Al Ain og Krasnodar á ferli sínum. Þá á þessi 34 ára gamli framherji 90 landsleiki að baki en hann byrjaði tvo af fjórum leikjum Svía á EM. Endurkoma Berg mun valda Stahre vandræðum þar sem hann spilaði 4-2-3-1 leikkerfi gegn Elfsborg en þarf nú að ákveða hvort hann spili landsliðsframherjunum saman upp á topp eða geymi annan á bekknum. „Mér líkar vel við þetta kerfi en Marcus er markaskorari og ég er vanur að spila leikkerfi með tvo framherja líkt og hjá íslenska landsliðinu. Ég er ánægður að hann sé að koma með öll sín gæði. Ég hlakka til að spila með honum,“ sagði Kolbeinn um endurkomu Berg sem skoraði á sínum tíma 21 mark fyrir félagið. Marcus Berg í leik gegn Spáni á EM.EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Gautaborg er í 12. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan Östursund sem situr í sætinu sem fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Liðið hefur aðeins unnið einn af níu fyrstu leikjum sínum á tímabilinu, gert sex jafntefli og tapað tveimur leikjum.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira