Bogi afhenti Boga fyrsta Verndarvænginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2021 13:49 Bogi Nils afhendir nafna sínum Boga Adolfssyni, formanni björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, viðurkenningun Verndarvænginn fyrir störf sveitarinnar á slóðum eldgossins í Geldingadölum. Aðsend Icelandair Group og Slysavarnafélagið Landsbjörg skrifuðu í gær undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu fimm ára en félagið hefur frá árinu 2014 verið einn af aðalstyrktaraðilum Landsbjargar. Samningurinn var undirritaður við einn vinsælasta ferðamannastað landsins um þessar mundir, gosstöðvarnar í Geldingadölum. Við sama tilefni var tilkynnt um nýja viðurkenningu, Verndarvænginn, sem Icelandair mun veita árlega fyrir eftirtektarvert starf björgunarsveitar. Fyrsti Verndarvængurinn var veittur björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík fyrir öflugt og mikilvægt starf við gosstöðvarnar. Samstarfssamningur Icelandair og Slysavarnafélagsins Landsbjargar kveður á um beinan fjárhagslegan styrk auk sérstakra styrkja til flugferða innanlands og milli landa, að því er segir í tilkynningu. Ekki kemur fram hve miklum fjármunum Icelandair veitir Landsbjörg. Einnig verður lögð áhersla á samstarf Icelandair og Landsbjargar hvað varðar forvarnir og upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna, öryggisþjálfun og gerð viðbragðsáætlana. Horft verður til þess að efla vefinn Safetravel.is enn frekar en vefurinn er öflug og góð upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Auk þess mun Icelandair koma upplýsingum um vefinn áfram til flugfarþega um sínar dreifileiðir. Undanfarin ár hafa Landsbjörg og Icelandair verið í virku samstarfi varðandi öryggisþjálfun, gerð viðbragðsáætlana og viðbrögð við flugatvikum. Þetta samstarf verður eflt enn frekar á næstu árum. Gestagangur hefur verið mikill á gosstöðvunum undanfarnar vikur. Hérn eru Tómas Guðbjartsson læknir, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í öruggum höndum Steinars Þórs Kristinssonar og Boga Adolfssonar hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/Vilhelm „Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur mjög mikilvægt starf og gegnir lykilhlutverki innan almannavarnarkerfis okkar Íslendinga. Verkefnum björgunarsveita um allt land hefur fjölgað mikið undanfarinn áratug eftir því sem ferðaþjónusta hér á landi hefur eflst og við teljum mikilvægt að við hjá Icelandair, sem flytjum meirihluta ferðamanna til Íslands, leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að öryggi fólks sem ferðast um landið. Það er einnig ánægjulegt að tilkynna um frekari útvíkkun á samstarfi okkar með nýrri viðurkenningu, Verndarvænginn, sem fellur að þessu sinni í skaut Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar fyrir mikilvægt starf við að tryggja öryggi ferðamanna við gosstöðvarnar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Stuðningur Icelandair er okkur ómetanlegur í því viðamikla starfi sem Slysavarnafélagið Landsbjörg sinnir. Við höfum lagt mikla áherslu á öryggismál innlendra sem erlendra ferðamanna síðasta áratuginn, meðal annars í gegnum Safetravel verkefnið okkar. Þessi fimm ára samningur gefur okkur því möguleika á að gera enn betur í þeim málaflokki og undirstrikar vilja beggja aðila til þess að vinna áfram sameiginlega að bættu öryggi ferðamanna. Samstarf félagsins og Icelandair hefur verið einstaklega farsælt og skiptir þar mestu máli sá skilningur sem Icelandair hefur sýnt starfsemi okkar og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins. Björgunarsveitir Icelandair Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Við sama tilefni var tilkynnt um nýja viðurkenningu, Verndarvænginn, sem Icelandair mun veita árlega fyrir eftirtektarvert starf björgunarsveitar. Fyrsti Verndarvængurinn var veittur björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík fyrir öflugt og mikilvægt starf við gosstöðvarnar. Samstarfssamningur Icelandair og Slysavarnafélagsins Landsbjargar kveður á um beinan fjárhagslegan styrk auk sérstakra styrkja til flugferða innanlands og milli landa, að því er segir í tilkynningu. Ekki kemur fram hve miklum fjármunum Icelandair veitir Landsbjörg. Einnig verður lögð áhersla á samstarf Icelandair og Landsbjargar hvað varðar forvarnir og upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna, öryggisþjálfun og gerð viðbragðsáætlana. Horft verður til þess að efla vefinn Safetravel.is enn frekar en vefurinn er öflug og góð upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Auk þess mun Icelandair koma upplýsingum um vefinn áfram til flugfarþega um sínar dreifileiðir. Undanfarin ár hafa Landsbjörg og Icelandair verið í virku samstarfi varðandi öryggisþjálfun, gerð viðbragðsáætlana og viðbrögð við flugatvikum. Þetta samstarf verður eflt enn frekar á næstu árum. Gestagangur hefur verið mikill á gosstöðvunum undanfarnar vikur. Hérn eru Tómas Guðbjartsson læknir, Guðni Th. Jóhannesson forseti og Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík í öruggum höndum Steinars Þórs Kristinssonar og Boga Adolfssonar hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/Vilhelm „Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur mjög mikilvægt starf og gegnir lykilhlutverki innan almannavarnarkerfis okkar Íslendinga. Verkefnum björgunarsveita um allt land hefur fjölgað mikið undanfarinn áratug eftir því sem ferðaþjónusta hér á landi hefur eflst og við teljum mikilvægt að við hjá Icelandair, sem flytjum meirihluta ferðamanna til Íslands, leggjum okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að öryggi fólks sem ferðast um landið. Það er einnig ánægjulegt að tilkynna um frekari útvíkkun á samstarfi okkar með nýrri viðurkenningu, Verndarvænginn, sem fellur að þessu sinni í skaut Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar fyrir mikilvægt starf við að tryggja öryggi ferðamanna við gosstöðvarnar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Stuðningur Icelandair er okkur ómetanlegur í því viðamikla starfi sem Slysavarnafélagið Landsbjörg sinnir. Við höfum lagt mikla áherslu á öryggismál innlendra sem erlendra ferðamanna síðasta áratuginn, meðal annars í gegnum Safetravel verkefnið okkar. Þessi fimm ára samningur gefur okkur því möguleika á að gera enn betur í þeim málaflokki og undirstrikar vilja beggja aðila til þess að vinna áfram sameiginlega að bættu öryggi ferðamanna. Samstarf félagsins og Icelandair hefur verið einstaklega farsælt og skiptir þar mestu máli sá skilningur sem Icelandair hefur sýnt starfsemi okkar og mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag,“ segir Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins.
Björgunarsveitir Icelandair Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent