Færeyingar brustu í grát þegar karlmaður var sýknaður af morði sextán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2021 16:45 Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa myrt hina 16 ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Vísir/Vilhelm 26 ára gamall maður var í morgun sýknaður af dómstóli í Færeyjum af ákæru um að hafa myrt hina sextán ára gömlu Mariu Fuglø Christiansen í nóvember 2012. Áhorfendur í dómstal brustu margir hverjir í grát þegar dómarinn las upp niðurstöðu dómsins. Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Maðurinn hefur verið í fangelsi síðan árið 2013 vegna annars máls, líkamsárásar og tilraunar til manndráps, en honum verður sleppt út í næstu viku. Karina Skou, verjandi hans sagðist ekki hissa á niðurstöðu dómsins eftir að hann var kveðinn upp. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. nóvember 2012 orðið Mariu að bana með því að hafa hrint henni í sjóinn og skilið hana þar eftir svo að hún drukknaði. Jógvan Páll Lassen, lögmaður í Færeyjum, segir að sýknan sé mikil skömm fyrir réttarkerfið í Færeyjum. Fram kemur í dómnum yfir manninum að niðurstöður réttarmeinafræðings hafi ekki bent til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað og að ekki væri hægt að byggja málið á óhaldbærum sönnunargögnum einvörðungu. Rannsökuðu hann vegna tilraunar hans til manndráps Hinn dæmdi hefur sjálfur lýst yfir sakleysi frá því að rannsókn á málinu átti sér stað en viðurkenndi þó að hafa hitt Mariu fyrir, sem hann hafði áður átt í sambandi við, á þriðja tímanum aðfaranótt 20. nóvember. Hann hafi rætt við hana stuttlega áður en leiðir þeirra skildu. Lýst var eftir Mariu morguninn 20. nóvember og fannst hún látinn degi síðar. Grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað vaknaði ekki fyrr en eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í júlí 2013. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn fundust engar haldbærar vísbendingar um að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað og lokaði lögregla rannsókn málsins í mars 2017. Rannsóknin var hins vegar opnuð að nýju í desember sama ár eftir að fjölskylda Mariu kærði ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara. Færeyjar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Færeyska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Maðurinn hefur verið í fangelsi síðan árið 2013 vegna annars máls, líkamsárásar og tilraunar til manndráps, en honum verður sleppt út í næstu viku. Karina Skou, verjandi hans sagðist ekki hissa á niðurstöðu dómsins eftir að hann var kveðinn upp. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 20. nóvember 2012 orðið Mariu að bana með því að hafa hrint henni í sjóinn og skilið hana þar eftir svo að hún drukknaði. Jógvan Páll Lassen, lögmaður í Færeyjum, segir að sýknan sé mikil skömm fyrir réttarkerfið í Færeyjum. Fram kemur í dómnum yfir manninum að niðurstöður réttarmeinafræðings hafi ekki bent til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað og að ekki væri hægt að byggja málið á óhaldbærum sönnunargögnum einvörðungu. Rannsökuðu hann vegna tilraunar hans til manndráps Hinn dæmdi hefur sjálfur lýst yfir sakleysi frá því að rannsókn á málinu átti sér stað en viðurkenndi þó að hafa hitt Mariu fyrir, sem hann hafði áður átt í sambandi við, á þriðja tímanum aðfaranótt 20. nóvember. Hann hafi rætt við hana stuttlega áður en leiðir þeirra skildu. Lýst var eftir Mariu morguninn 20. nóvember og fannst hún látinn degi síðar. Grunur um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað vaknaði ekki fyrr en eftir að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í júlí 2013. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn fundust engar haldbærar vísbendingar um að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað og lokaði lögregla rannsókn málsins í mars 2017. Rannsóknin var hins vegar opnuð að nýju í desember sama ár eftir að fjölskylda Mariu kærði ákvörðun lögreglu til ríkissaksóknara.
Færeyjar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira