Guðlaug Edda leið eftir aðgerðina og á mun erfiðara andlega en líkamlega Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2021 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur alltaf fundið leiðir þrátt fyrir mótlæti. Svona leysti hún það að geta ekki komist í sund í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Vilhelm Íslenska þríþrautarkona Guðlaug Edda Hannesdóttir gekk undir stóra mjaðmaraðgerð fyrir rúmri viku en hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sem má að bjarga ferli hennar og halda um leið Ólympíudraumnum á lífi. Í tilefni þess að vika er liðin frá aðgerðinni þá fór Guðlaug Edda aðeins yfir stöðuna á sér og þar kom í ljós að líkaminn er að taka vel við sér eftir aðgerðina en að hugurinn þarf meiri tíma. „Það er vika liðin frá aðgerðinni. Dagarnir líða og lífið heldur áfram hjá mér sem og öllum öðrum. Það sem hefur komið mér mest á óvart er það að á sama tíma og líkaminn er að verða betri og betri með hverjum degi þá hefur hugurinn ekki jafnað sig á sama hraða,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir á Instagram síðuna sína. „Ég hélt að um leið og ég kæmist í gegnum aðgerðina þá myndi hugurinn sjálfkrafa fara úr því að vera leiður í það að vera vongóður og áhugasamur um leið og ég myndi hefja endurhæfinguna mína,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Ekki misskilja mig. Ég er áhugasöm og ég er vongóð en ég hef líka verið svo leið á sama tíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Það er mikil sorg sem fylgir því að jafna sig á stórri aðgerð. Ég er að syrgja líkmann, markmiðin mín, þetta tímabil og auðkenni mitt sem íþróttamaður. Með því kemur mikil leiði,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Er ég mikilvæg í þessum heimi þegar ég get ekki stundað íþróttina mína og keppt fyrir þjóðina mína. Af hverju brást líkaminn minn mér svo stuttu áður en ég náði stærsta markmiði lífsins? Hvenær kem ég til baka og get ég ég náð að komast í mitt besta form aftur?,“ spurði Guðlaug Edda sjálfa sig. „Hvernig styð ég við bakið á fólkinu í kringum mig á meðan þau eru að ná sínum markmiðum, keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, á sama tíma og ég syrgi það að geta ekki gert hið sama,“ skrifaði Guðlaug Edda. Kærasti hennar Anton Sveinn McKee er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Það má sjá alla færslu Guðlaugar Eddu hér fyrir ofan. Hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sinni og þarf mikið í viðbót þar sem hún er ekki enn hálfnuð. Það er hægt að styðja hana hér. Þríþraut Tengdar fréttir Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31 Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Í tilefni þess að vika er liðin frá aðgerðinni þá fór Guðlaug Edda aðeins yfir stöðuna á sér og þar kom í ljós að líkaminn er að taka vel við sér eftir aðgerðina en að hugurinn þarf meiri tíma. „Það er vika liðin frá aðgerðinni. Dagarnir líða og lífið heldur áfram hjá mér sem og öllum öðrum. Það sem hefur komið mér mest á óvart er það að á sama tíma og líkaminn er að verða betri og betri með hverjum degi þá hefur hugurinn ekki jafnað sig á sama hraða,“ skrifaði Guðlaug Edda Hannesdóttir á Instagram síðuna sína. „Ég hélt að um leið og ég kæmist í gegnum aðgerðina þá myndi hugurinn sjálfkrafa fara úr því að vera leiður í það að vera vongóður og áhugasamur um leið og ég myndi hefja endurhæfinguna mína,“ skrifaði Guðlaug Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdo ttir (@eddahannesd) „Ekki misskilja mig. Ég er áhugasöm og ég er vongóð en ég hef líka verið svo leið á sama tíma,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Það er mikil sorg sem fylgir því að jafna sig á stórri aðgerð. Ég er að syrgja líkmann, markmiðin mín, þetta tímabil og auðkenni mitt sem íþróttamaður. Með því kemur mikil leiði,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Er ég mikilvæg í þessum heimi þegar ég get ekki stundað íþróttina mína og keppt fyrir þjóðina mína. Af hverju brást líkaminn minn mér svo stuttu áður en ég náði stærsta markmiði lífsins? Hvenær kem ég til baka og get ég ég náð að komast í mitt besta form aftur?,“ spurði Guðlaug Edda sjálfa sig. „Hvernig styð ég við bakið á fólkinu í kringum mig á meðan þau eru að ná sínum markmiðum, keppa á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, á sama tíma og ég syrgi það að geta ekki gert hið sama,“ skrifaði Guðlaug Edda. Kærasti hennar Anton Sveinn McKee er á leiðinni á Ólympíuleikana í Tókýó seinna í þessum mánuði. Það má sjá alla færslu Guðlaugar Eddu hér fyrir ofan. Hún er enn að safna fyrir aðgerðinni sinni og þarf mikið í viðbót þar sem hún er ekki enn hálfnuð. Það er hægt að styðja hana hér.
Þríþraut Tengdar fréttir Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31 Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01 Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30 ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Aðgerðin hjá Guðlaugu Eddu varð næstum því tvöfalt lengri en áætlað var Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin heim eftir að hafa gengist undir mjaðmaraðgerð sem nær vonandi að halda Ólympíudraumum hennar á lífi. 1. júlí 2021 12:31
Guðlaug Edda skilur engan eftir ósnortinn í þakkarkveðju sinni: „Að vita að það sé möguleiki að laga mig“ Það leynir sér ekki hvað meiðslin hafa tekið á íþróttakonuna Guðlaugu Eddu Hannesdóttur í hjartnæmri og einlægri kveðju sem hún birti í gær. Margir hafa stutt hana en meira þarf til ef hún á geta komið skrokknum sínum í lag á ný. 22. júní 2021 08:01
Íslensk afrekskona safnar fyrir aðgerð til að bjarga ferlinum Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð fyrir áfalli á dögunum þegar hún meiddist á mjöðm og missti um leið endanlega af möguleikanum á að komast á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. 21. júní 2021 08:30
ÓL-draumur Eddu úr sögunni og dýr endurhæfing framundan Draumur Guðlaugar Eddu Hannesdóttur um að verða fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum í Tókýó í sumar er úti. 3. júní 2021 13:01